Sundlaug

  • 14. febrúar 2023

Íþróttamiðstöð Grindavíkur
Austurvegi 1
Sími 426 7555
ithrottir@grindavik.is

Vetraropnunartími:

Mánudaga til föstudaga opið 06:00 til 21:00
Laugardaga og sunnudaga opið 09:00 til 16:00

Sumaropnunartími (júní, júlí, ágúst): 

Mánudaga til föstudaga opið 06:00 - 21:00
Laugardaga og sunnudaga opið 09:00 - 18:00

Verðskrá 2023
Sundlaug 

Stakt gjald barna 365 
Stakt gjald fullorðinna 1.130
10 miða kort, börn 2.900 
10 miða kort, fullorðnir 4.800 
30 miða kort fullorðnir 11.400 
Árskort, fullorðnir 25.500
Árskort fjölskyldu 38.200 
Árskort barna 10 - 18 ára 3.100 
Börn 0 - 9 frítt 
Aldraðir og öryrkjar 360  
Leiga á handklæðum 690 
Leiga á sundfatnaði 690 


Sundlaug Grindavíkur var tekin í notkun 9. apríl 1994. Hún er 25 x 12,5 m útisundlaug. 
Tveir heitir pottar, annar með nuddi.
Kaldur pottur.
Sauna.
Barnalaug með svepp.
Rennibraut.

Ný íþróttamiðstöð var vígð formlega laugardaginn 19. október 2015 en fyrsta skóflustunga var tekin 2. október 2013. Vertaki var Grindin ehf. í Grindavík, hönnuðir voru Batteríið og Verkís. Nýbyggingin er um 1.730m² að stærð, á einni hæð.

Í meginhlutum er hægt að skipta byggingunni upp í tvo húshluta:

• A - Forsalur með afgreiðslu og starfsmannakjarna, búningsklefar sem þjóna íþróttasal, knattspyrnuvelli og sundlaug ásamt tengigangi að núverandi sundlaugarbyggingu.
• B - Gjáin: Samkomusalur með móttökueldhúsi og skrifstofur sem tengjast íþróttafélögunum og fleira.

Íþróttamiðstöð Grindavíkur er öflug viðbót við íþróttamannvirkin á svæðinu og er í raun miðstöð eða hjarta sem tengir saman íþróttahús, sundlaug og íþróttasvæði utanhúss. Byggingin er um leið mikilvæg viðbót í æskulýðs- og unglingastarfi bæjarins og aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun. Íþróttamiðstöðin verður nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík.

Þá er torgið við aðalinngang íþróttamiðstöðvarinnar einnig hið glæsilegasta. Meginmarkmið hönnunar á torginu eru að skapa aðlaðandi og fjölnota aðkomu að nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkur. Lögð var áhersla á að svæðið sé létt í viðhaldi og aðgengilegt öllum þar sem lagt er upp úr öryggi barna. Saman brjóta setstallar upp rýmið milli bygginga og mynda óformlega áhorfendastúku þar sem hægt verður að fylgjast með viðburðum á sviði fyrir miðju rýmisins. Minni viðburðir eins og t.d. 17. júní og fleiri hátíðarhöld gætu því verið haldnir þarna í framtíðinni.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja:
Jóhann Árni Ólafsson
Sími 837 7326
Netfang: joi@grindavik.is

 


 

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR