Íþróttamiðstöð Grindavíkur
Austurvegi 1
Sími 426 7555
ithrottir@grindavik.is
Ný íþróttamiðstöð var vígð formlega laugardaginn 19. október 2015 en fyrsta skóflustunga var tekin 2. október 2013. Vertaki var Grindin ehf. í Grindavík, hönnuðir voru Batteríið og Verkís. Nýbyggingin er um 1.730m² að stærð, á einni hæð.
Í meginhlutum er hægt að skipta byggingunni upp í tvo húshluta:
• A - Forsalur með afgreiðslu og starfsmannakjarna, búningsklefar sem þjóna íþróttasal, knattspyrnuvelli og sundlaug ásamt tengigangi að núverandi sundlaugarbyggingu.
• B - Gjáin: Samkomusalur með móttökueldhúsi og skrifstofur sem tengjast íþróttafélögunum og fleira.
Íþróttamiðstöð Grindavíkur er öflug viðbót við íþróttamannvirkin á svæðinu og er í raun miðstöð eða hjarta sem tengir saman íþróttahús, sundlaug og íþróttasvæði utanhúss. Byggingin er um leið mikilvæg viðbót í æskulýðs- og unglingastarfi bæjarins og aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun. Íþróttamiðstöðin verður nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík.
Þá er torgið við aðalinngang íþróttamiðstöðvarinnar einnig hið glæsilegasta. Meginmarkmið hönnunar á torginu eru að skapa aðlaðandi og fjölnota aðkomu að nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkur. Lögð var áhersla á að svæðið sé létt í viðhaldi og aðgengilegt öllum þar sem lagt er upp úr öryggi barna. Saman brjóta setstallar upp rýmið milli bygginga og mynda óformlega áhorfendastúku þar sem hægt verður að fylgjast með viðburðum á sviði fyrir miðju rýmisins. Minni viðburðir eins og t.d. 17. júní og fleiri hátíðarhöld gætu því verið haldnir þarna í framtíðinni.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja:
Hermann Guðmundsson
Sími 660 7304
Netfang: hermann@grindavik.is
Sundlaug Grindavíkur
Sundlaug Grindavíkur var tekin í notkun 9. apríl 1994. Hún er 25 x 12,5 m útisundlaug.
Tveir heitir pottar, annar með nuddi.
Kaldur pottur.
Sauna.
Barnalaug með svepp.
Rennibraut.
Vetraropnunartími:
Mánudaga til föstudaga opið 06:00 til 21:00
Laugardaga og sunnudaga opið 09:00 til 16:00
Sumaropnunartími 2017 (júní, júlí, ágúst):
Laugardaga og sunnudaga opið 09:00 - 18:00
Mánudaga til föstudaga opið 06:00 - 21:00
Verðskrá 2020
Sundlaug
Stakt gjald barna 310
Stakt gjald fullorðinna 980
10 miða kort, börn 2.570
10 miða kort, fullorðnir 4.210
30 miða kort fullorðnir 10.050
Árskort, fullorðnir 22.350
Árskort fjölskyldu 33.520
Árskort barna 6 - 18 ára 2.730
Börn 0- 5 frítt
Aldraðir og öryrkjar 300
Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík
Leiga á handklæðum 590
Leiga á sundfatnaði 590
Íþróttamannvirki
Hópið, verð pr. klst. 15.040
Íþróttahús:
Stóri salur, allur 7.130
Stóri salur, hálfur 3.800
50% álag vegna leikja 3.850
Litli salur 3.520
Skemmtanir pr. klst. 14.000
Við bætast stefgjöld sem miðast við gestafjölda
Nýji salurinn 8.200,-
Nýji salur ½ 4.400,-
Júdó salurinn 4.100,-
Stakur tími í þrek: 1.500
Verð í líkamsrækt og sund:
Sjá hér á heimasíðu Gym heilsu.
Líkamsrækt:
Gym heilsa rekur glæsilega líkamsræktarstöð í húsnæði íþróttamannvirkja Grindavíkur. Stöðin er til húsa þar sem áður var sundmiðstöð og var húsið allt tekið í gegn árið 2015 og er aðstaðan þar til líkamsræktar nú fyrsta flokks.
Opnunartími líkamsræktarstöðvarinnar er sá sami og sundlaugar.
Íþróttahús Grindavíkur
Austurvegi 1
Sími 426 8244
Íþróttahúsið var tekið í notkun 20. október 1985.
Stærri salurinn er 900 m2 að stærð.
Minni salurinn er 140 m2.
Fjórir búningsklefar eru í húsinu auk annars rýmis.
Hópar og fyrirtæki geta leigt einstaka tíma fyrir íþróttaiðkun.
Í íþróttahúsinu fer fram leikfimikennsla grunnskólans, æfingar hinna ýmsu deilda innan UMFG og heimaleikir körfuboltaliða UMFG.
Knattspyrnuvellir Grindavíkurbæjar:
Sími 426 8244.
Húsvörður/vallarstjóri er Bergsteinn Ólafsson, sími 868 8494.
Grassvæðið er alls um 42.400 m2 að stærð, vetraræfingasvæðið á rollutúni er c.a. 20.000 m2.
Nýr og glæsilegur aðalleikvangur með 1500 manna stúku var tekinn í notkun 17. júní 2001 en völlurinn er 72x105 m. Gamli aðalvöllurinn er notaður sem æfinga- og keppnissvæði og er 100x100 m. Þess utan er æfingasvæði sem er 105x105 m.
Fjórir búningsklefar eru við aðalvöllinn og félagsheimili knattspyrnudeildar.
Hópið - Fjölnota íþróttahús Grindavíkur
við Austurveg
Sími 426 8605.
Húsvörður/vallarstjóri:
Bergsteinn Ólafsson
Sími 868 8494.
Fjölnota knattspyrnuhús var tekið í notkun haustið 2008 en vígt formlega 28. mars 2009.
Knattspyrnuhúsið er 50 x 70 metra stálgrindarhús með nýjustu kynslóð gervigrass og 60 metra hlaupabraut og er bylting fyrir knattspyrnuiðkendur í Grindavík.