413. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, þriðjudaginn 11. september 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Páll Jóhann Pálsson (PJP), Eiríkur Óli Dagbjartsson (EÓD), Pétur Már Benediktsson (PMB), Bergþóra Gísladóttir (BG), Sigurður A Kristmundsson og Andrés Óskarsson (AÓ).
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri
Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun 2012
Dagskrá:
1. 1209030 - Umhverfisáætlun Grindavíkurhafnar
Hafnarstjórn samþykkir áætlunina og felur hafnarstjóra að fylgja henni eftir.
2. 1204025 - Dýpkun í Grindavíkurhöfn 2012.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að fylgja málinu eftir.
3. 1209027 - Kvíabryggja, viðhald
Hafnarstjórn óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2012 svo hefja megi nauðsynlega viðgerð á Kvíabryggju án tafar.
4. 1209029 - Flotbryggjur fyrir smábáta
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að semja við Króla um kaup á flotbryggjum.
5. 1209038 - Yfirlögn bundið slitlag smátahöfn
Hafnarstjórn óskar eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2012
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:00