Reglur um styrkveitingar Grindavíkurbćjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík

  • Stjórnsýsla
  • 25. júlí 2012

1. Sækja skal um formlega til bæjarráðs þar sem upplýst er um fyrirhugaðar endurbætur á húsnæði og áætluðum kostnaði við endurbætur.

2. Til að hús sé styrkhæft frá Grindavíkurbæ þarf aldur hússins að vera a.m.k. 100 ára auk þess sem húsið þarf að hafa menningarsögulegt gildi fyrir Grindavíkurbæ. Leggja skal umsóknir fyrir Safnhúsanefnd til umsagnar.

3. Óskir um fjárveitingu næsta árs skal leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 30. sept. vegna fyrirhugaðra styrkveitinga næsta árs.

4. Áður en til greiðslu fyrsta hluta styrks kemur þarf húseigandi að sýna fram á að 40% af endurbótum sé lokið.

5. Greiðsla styrks fer fram eftir hlutfallslegum framgangi verks, miðað við 60% og lok verks. Byggingarfulltrúinn í Grindavík tekur út verk áður en lokagreiðsla er greidd.

6. Aðeins verður sótt um styrk til endurbóta einu sinni fyrir hverja eign.

7. Endurbætur þurfa að vera sem líkastar upprunalegu útliti og gerð húss.

8. Endurbótum skal lokið innan 3 ára frá því að sótt var um styrk en að öðrum kosti falla ógreiddar styrktargreiðslur niður.

9. Endurbygging húsa þarf að uppfylla ákvæði byggingareglugerðar.


Samþykkt í bæjarstjórn
12. apríl 2006.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR