Félagsmiðstöðin Þruman var stofnuð árið 1986.
Félagsmiðstöðin er opin yfir skólatíma fjögur kvöld í viku. Á skólatíma gefst börnum og unglingum í 3.-10. bekk tækifæri á að koma og nýta allt það sem Þruman hefur uppá að bjóða. Opnunartími á kvöldin er frá 20.00-22.00 mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Á þriðjudögum er klúbbakvöld.
Nemenda- og Þrumuráð sér um að skipuleggja félagsstarfið á skólatíma og á kvöldin. Þruman vinnur markvisst með unglingalýðræði. Markmiðið er að þjálfa unglinga í að taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á þeirra eigin skoðunum og eigin forsendum. Unglingalýðræði er gott tæki til að sinna vitsmunaþroska, tilfinninga- og félagsþroska unglinganna og styrkja sjálfsmynd þeirra. Unglingarnir verða einnig að taka lýðræðislegar ákvarðanir þar sem þeirra eigin áhugi er ekki endilega hafður að leiðarljósi.
Nemenda- & Þrumuráð skólaárið 2018-2019
10. bekkur
Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, formaður
Friðrik Sigurðsson, varaformaður
Tinna Dögg Siggeirsdóttir
Irena Ósk Agnarsdóttir
Ólafur Reynir Ómarsson
9. bekkur
Viktor Örn Hjálmarsson
Jón Fannar Sigurðsson
Sigríður Emma Fanndal Jónsdóttir
Júlíana Stefánsdóttir
8. bekkur
Andri Daði Rúriksson
Hilmir Rafn Rafnsson
Tinna Dögg Kristjánsdóttir
7. bekkur
Hildur Ólöf Kristjánsdóttir
Magnús Máni Magnússon
Umsjónamaður félagsstarfs er Sigríður Etna Marinósdóttir