Daggæsla barna í heimahúsum
Með daggæslu barna í heimahúsum er átt við gæslu barna á tímabilinu frá kl. 7:00 til 19:00 á virkum dögum í íbúðarhúsnæði dagforeldris.
Um starfsemina gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum . Sækja þarf um leyfi til félagsmálaráðs Grindavíkur til að annast daggæslu barna í heimahúsum.
Nánari upplýsingar veitir Sigurlína Jónasdóttir á netfanginu sigurlina@grindavik.is eða á skrifstofu bæjarins síma 420 1100
Starfandi dagforeldrar í Grindavík eru eftirfarandi:
- Eva Katrín Jóhannsdóttir, Ásvellir 11, sími 869 6488
- Aðalheiður Jóna Birgisdóttir, sími 8456872
- Margrét Emma Tómasdóttir Kroll, Suðurvör 6, sími 844 8617
- Elín Ósk Einarsdóttir, Austurhópi 35, sími 662 3791
- Helga Arnberg Gestsdóttir, Víkurbraut 42, sími: 694 3639
Niðurgreiðslur vegna daggæslu hækkuðu um 33% áramótin 2013-2014. Í bókun kemur fram að gjaldskrá dagforeldra er frjáls og kemur niðurgreiðslan til lækkunar á þeirra gjaldskrá. Bæjarstjórn hvetur dagforeldra til að gæta hófs í hækkun á gjaldskrám sínum samfara hækkun sveitarfélagsins á niðurgreiðslu vegna þjónustu dagforeldra. Upphæð niðurgreiðslu var hækkuð á ný 1. september 2016.
Upphæðir niðurgreiðslu er eftirfarandi:
Tímafjöldi | Einstæðir foreldrar | Hjón/sambúðarfólk |
1 | 8.500 | 7.125 |
2 | 17.000 | 14.250 |
3 | 25.500 | 21.375 |
4 | 34.000 | 28.500 |
5 | 42.500 | 35.625 |
6 | 51.000 | 42.750 |
7 | 59.500 | 49.875 |
8 | 68.000 | 57.000 |
Þegar börn ná 18 mánaða aldri hækka niðurgreiðslurnar og þurfa foreldrar þá aðeins að greiða jafnhátt mánaðargjald og greitt er á leikskóla. Þessi kjör eiga þó aðeins við ef barnið er á biðlista eftir leikskólaplássi.
Þessi síða var síðast uppfærð 20.04.2020