406. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, þriðjudaginn 15. nóvember 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Páll Jóhann Pálsson (PJP), Pétur Már Benediktsson (PMB), Andrés Óskarsson (AÓ), Heiðar Hrafn Eiríksson (HHE) og Bergþóra Gísladóttir (BG) auk Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra.
Fundargerð ritaði: Sigurður Kistmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Dagskrá:
1. 1111060 - Fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar 2012
Fjárhagsáætlunin lögð fram.
2. 1103001 - Innkaup vöru- og þjónustu hjá Grindavíkurbæ. Framhaldsmál
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í samningi Grindavíkurbæjar við Hópsnes.
3. 1111061 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2012
Hafnarstjórn samþykkir að fylgja markmiðum Grindavíkurbæjar um hækkun gjaldskrár.
4. 1110004 - Óskað er eftir að vigtun á úrsalti verði gjaldfrjáls hjá Grindavíkurhöfn.
Erindinu hafnað vegna samkeppnissjónarmiða.
5. 1111062 - Tréflotbryggja
Hafnarstjórn mælist til að endurnýjun á tréflotbryggju fari á þriggja ára áætlun.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18:30.