Bæjarmálasamþykkt

  • Grindavíkurbær
  • 1. maí 2024

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar, nr. 530/2022.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. samþykktarinnar:

4. tölul. B-liðar 48. gr. orðast svo:
Félagsmálanefnd.Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félagsmálanefnd fer með öldrunarmál skv. 7. gr. laga nr. 125/1999, jafnréttismál skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, málefni fatlaðs fólks skv. lögum nr. 38/2018, húsnæðismál skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og yfirstjórn barnaverndarþjónustu skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, ásamt öðrum þeim verkefnum sem nefndinni eru falin með erindisbréfi.
Við C-lið 48. gr. samþykktarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
Umdæmisráð barnaverndar. Grindavíkurbær stendur sameiginlega að umdæmisráði barna­verndar í samstarfi við önnur sveitarfélög samkvæmt samningi þar um, í sam­ræmi við 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum. Bæjarstjórn kýs einn fulltrúa sveitarfélagsins í valnefnd til fimm ára sem annast skipan umdæmis­ráðs skv. 2. gr. samn­ingsins.

2. gr.

Við samþykktina bætist nýr viðauki 2.1. um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem birtur er með samþykkt þessari.

3. gr.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Grindavíkur hefur sett samkvæmt ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 2. mars 2023.

Samþykkt í heild sinni hér


Deildu þessari frétt

AÐRAR SÍÐUR