Hafnot leitar ađ starfsfólki

  • Fréttir
  • 17. maí 2011

Fyrirtækið Hafnot í Grindavík sem fjallað var um hér á heimasíðunni fyrir tveimur árum, er smátt og smátt að færa út kvíarnar. Það sérhæfir sig í þörungaveiðum og þurrkun. Að sögn Grettis Hreinssonar eiganda Hafnotar er hann nú að leita að tveimur starfsmönnum, a.m.k. í þrjá mánuði til að byrja með. Helst leitar að hann að framtíðar starfsfólki en sumarfólk kemur líka til greina en aðallega er um pökkun á þara að ræða.

,,Ég er búinn að fá nokkrar pantanir þannig að þetta er farið að rúlla af stað. Ég fór á sýningu erlendis og þá fór þetta að rúlla," segir Grettir.

Að sögn Grettis gekk hann með þessa hugmynd í maganum í 15 ár áður en hann lét loks af því verða að hella sér út í þörungaþurrkun en hann skellti sér á ráðstefnu í Japan fyrir tveimur árum og ýtti það við honum.

,,Við þurrkum þörunginn í sérhönnuðum klefa og hann er svo aðallega notaður í matvæli.Tvær þekktustu þarategundirnar koma frá Japan en það eru ætiþarar sem eru notaðir í súpur, salöt, baunarétti og fleira. Íslenski þarinn er sambærilegur en við veiðum aðallega marínkjarna og hrossaþara en þessar tvær tegundir hafa ekki verið teknar til manneldis á Íslandi svo heitið getur. Hann var reyndar borðaður í harðindum áður fyrr en hér hefur marinkjarni ásamt söl aðallega verið hirt," segir Grettir.
Veiðimennskan reynir á þolrifin og úthaldið en veitt er við ströndina við Grindavík.

,,Við erum tveir um borð og höfum einn minni gúmmíbát með okkur til þess veiða þarann í fjöruborðinu. Við þurfum að sæta lagi en vinnuaðstæður geta verið erfiðar. Veiðitíminn er frá í maí og fram á haustið, jafnvel fram í nóvember en eingöngu er farið út í góðu veðri. Þarinn þolir ekki mikla geymslu og því þurrkum við jafn óðum til að halda í gæðin," segir Grettir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2021

Gosstöđvarnar lokađar almenningi í dag

Bókasafnsfréttir / 14. apríl 2021

Lífsins litir

Fréttir / 12. apríl 2021

Lćrdómssamfélagiđ Grindavík

Fréttir / 6. apríl 2021

Gossvćđiđ er lokađ

Fréttir / 5. apríl 2021

Lokiđ gluggum í nótt vegna gasmengunar

Fréttir / 1. apríl 2021

Góa gefur Grindvíkingum hraunpáskaegg