Málefni eldri borgara

  • Grindavíkurbær
  • 15. ágúst 2022

 

Félagsstarf eldri borgara og öryrkja:
Fimmtudaginn 8. september 2011 var tekin í gagnið ný aðstaða fyrir eldri borgara í Grindavík. Aðstaðan er á neðri hæð í Víðihlíð og hefur hlotið nafnið Miðgarður. Umsjón með starfinu í Miðgarði hefur Stefanía Sigríður Jónsdóttir forstöðumaður Miðgarðs. Símanúmer í Miðgarði er 426 8014.
Alla virka daga er hægt að kíkja í heimsókn frá 8.00 til 16.00, fá kaffi, lesa blöðin, spjalla, tefla, frír aðgangur er að tölvum, ofl. Unnið er í því að koma upp billjardborði.
 

Félag eldri borgara í Grindavík 
er deild í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum (FEBS). 

Dagskrá félagsins fyrir 2022-2023 á vegum Félags eldri borgara í Grindavík hér.

Árlegt starf FebG hefst með félagsfundi í september og endar oftast á vorferð í mai/júní. Á starfsáætlun er m.a. leikhúsferð, spjallkvöld, aðventugleði og þorrablót. 

Alla miðvikudagsmorgna er hægt að hitta félagana í Kvikunni, milli kl. 10 og 11:30, þar sem við fáum kaffi og kleinur í boði hússins. Endilega komið og njótið - ekki þarf að vera í félaginu til að koma - bara vera á réttum aldri 😉 

Facebooksíða félagsins er: Feb Grindavík, þar er m.a. dagskrá vetrarins, viðburðir og fleira. Félagsstarf eldri borgara fer fram víða um Grindavík, m.a. í Hópinu (ganga), í íþróttahúsinu (boccia og sund), í Kvennó (billiard) og svo í tré- útskurði í smáhýsi við Grunnskólann, auk Kvikunnar. Félagsfundir eru í Miðgarði við Austurveg 5 (Víðihlíð, niðri). Við höfum skrifstofu og aðstöðu fyrir litla hópa sem vilja t.d. tefla eða spila, á Víkurbraut 62, 3ju hæð (Verslunarmiðstöðinni). 
Þeir sem vilja ganga í félagið geta haft samband við stjórn og gefið upp nafn, kt., heimilisfang, síma og netfang. 

Allar nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins:
Ágústa Gísladóttir, agustahg48@gmail.com s:897-4750
Guðbjörg Ásgeirsdóttir, efstahraun@simnet.is s: 892-8438 
Margrét Gíslasóttir, margis2@live.com s: 896-3173
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 
Víðihlíð - hjúkrunardeild aldraðra Austurvegi 5 

Sími 426 – 7600. Fax 426 – 7610 

Í vesturenda Víðihlíðar rekur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hjúkrunardeild. Deildin var opnuð haustið 1992 og eru þar pláss fyrir 25 vistmenn.  

Læknir Heilsugæslustöðvar Suðurnesja í Grindavík sinnir hjúkrunardeildinni. Boðið er uppá sjúkraþjálfun tvisvar sinnum í viku. Í Víðihlíð er rekið þvottahús og þar eru einkaföt vistmanna þvegin.

Félagsleg heimaþjónusta 
Megin markmið félagslegrar heimaþjónustu er að styðja fólk til sjálfsbjargar, efla sjálfstraust þess og sjálfsvirðingu og rjúfa félagslega einangrun. Aldraðir og öryrkjar eiga kost á félagslegri heimaþjónustu. Þörfin fyrir aðstoð er metin í hverju tilviki fyrir sig.

Dagvist aldraðra 
Dagvist aldraðra er með aðsetur í Víðihlíð við Austurveg 5 í Grindavík. Þjónustuþegi greiðir daggjald sem ákvarðað er í reglugerð ár hvert en innifalið í gjaldinu er flutningur til og frá dagvist, ásamt fullu fæði. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður.

Íbúðir aldraðra í Víðihlíð 
Grindavíkurbær á 12 íbúðir í Víðihlíð við Austurveg nr. 5 í Grindavík. Úthlutun íbúðanna er á hendi félagsmálaráðs en skilyrði fyrir úthlutun eru þau að umsækjandi hafi verið búsettur í Grindavík undanfarna 12 mánuði og hafi náð 72 ára aldri. Þá er stuðst við félagslegt og heilsufarslegt mat við úthlutun íbúðanna en matið annast hjúkrunarfræðingar. Umsækjendur greiða fyrir íbúðarrétt í upphafi en greiða svo leigu sem breytist í samræmi við neysluverðsvísitölu. Innifalið í leigu er rafmagn og hiti ásamt þeirri þjónustu sem veitt er íbúum hússins. Þegar íbúðinni er skilað fæst íbúðarrétturinn endurgreiddur samkvæmt reglum þar um.

Reglur um úthlutun íbúða að Austurvegi 5

Zasady przydzielania mieszkań na Austurveg 5 w Grindavíku

Allocation rules of apartments at Austurvegur 5 in Grindavíkurbær

Deildarstjóri öldrunarþjónustu
Stefanía S. Jónsdóttir, sími 426 8014. 

 

Oddział pielęgniarski dla osób starszych znajduje się na ulicy Austurvegi 5

Numer telefonu 426 – 7600. Fax 426 – 7610

Na zachodnim końcu budynku Víðihlíð Heilbrigðisstofnun Suðurnesja prowadzi oddzial pielęgniarski . Oddział został otwarty jesienią roku 1992 i może pomieścić 25 mieszkańców. Oddziałem pielęgniarskim kieruje lekarz z Heilsugæslustöðvar Suðurnesja w Grindavíku. Fizjoterapia oferowana jest dwa razy w tygodniu. W budynku Víðihlíð znajduje się również pralnia i tam możliwe jest upranie prywatnych ubrań klientów.

 Mieszkania dla osób starszych w Víðihlíð

Miasto Grindavik posiada 12 mieszkań w budynku Víðihlíð na ulicy Austurveg nr. 5 w Grindaviku. Przydział mieszkań należy do komisji ds. socjalnych, a warunki przyznawania mieszkań są następujące – osoba składająca wniosek musi być mieszkańcem Grindaviku przez ostatnie 12 miesięcy i być w wieku przynajmniej 72 lat. Przydział mieszkań opiera się o ocenę socjalną oraz ocenę stanu zdrowia, a ową oceną zajmują się pielęgniarki. Wnioskodawcy płacą za prawa mieszkaniowe na początku, a potem płacą czynsz, który może ulec zmianie zgodnie z obowiązującym wskaźnikiem cen konsumpcyjnych. W cenę czynszu wlicza się cena za prąd oraz ogrzewanie, wraz z usługami świadczonymi mieszkańcom domu. Kiedy mieszkanie jest oddawane kaucja jest zwracana zgodnie z warunkami.

Kierownik działu Stefanía S. Jónsdóttir, numer telefonu 426 8014.

 

Nursing department at Austurvegi street 5

Phone number is 426 – 7600. Fax 426 – 7610

On a western site og a building Víðihlíð runs a nursing department Heilbrigðisstofnun Suðurnesja . The department was opened in the autumn 1992 there is a space for 25 people.

Doctor of Heilsugæslustöðvar Suðurnesja in Grindavík is in charge of a nursing department. Physiotherapy is offered twice a week. In Víðihlíð is available laundry room where private clothes are washed. .

Apartments for the elderly in Víðhlíð

The town of Grindavik owns 12 apartments in the Víðihlíð við Austurveg nr. 5 in Grindavík. The allocation of the apartments is in the hands of félagsmálaráð but the conditions for an allocation are that client have lived in Grindavík for last 12 months and is at least 72 years old. The social and health assessment is based on the allocation of the apartments, but the assessment is handled by nurses, Applicants pay for housing rights at the beginning but then pay rent which changes in accordance with neysluverðsvísitölu. Cost of electricity, heating and service provided to the residents is included in a rent price. When apartment is returned, the right of occupancy will be refunded according to rules.

Head of department is Stefanía S. Jónsdóttir, telephone number 426 8014.

 

 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR SÍÐUR