Húsnćđismál

  • Grindavíkurbćr
  • 10. júní 2020

Félagslegt leiguhúsnæði
Grindavíkurbær hefur yfir að ráða félagslegu leiguhúsnæði í Grindavík. Um er að ræða 18 íbúð, og eru 7 íbúðir tveggja herbergja, 8 íbúðir eru þriggja herbergja og 3 íbúðir eru fjögurra herbergja.

Félagsmálanefnd Grindavíkurbæjar úthlutar félagslegu leiguhúsnæði í Grindavík. Umsóknareyðublað um félagslegt leiguhúsnæði má nálgast hér.
 
Húsnæðisbætur
Lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016 tóku gildi 16. júní 2016. Markmið laganna eru að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og að draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum.
Afgreiðsla húsnæðisbóta er í höndum Greiðslustofu húsnæðisbóta. Sótt er um húsnæðisbætur á heimasíðu þeirra www.húsbót.is. Þar er einnig að finna allar helstu upplýsingar um almennar húsnæðisbætur.

Sértækur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika. 

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu vegna samþykktra íbúða á almennum markaði til viðbótar við almennar húsnæðisbætur. Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem ákveðið hlutfall af almennum húsnæðisstuðningi þannig að fyrir hverjar kr. 1.000 fær leigjandi kr. 700 í sérstakan húsnæðisstuðning. Þó geta almennar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals kr. 70.000 og aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð. Um sérstakan húsnæðisstuðning gilda reglur sem bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt. Reglur Grindavíkurbæjar um sérstakar húsaleigubætur má nálgast hér.

Þeir sem vilja sækja um félagslega leiguíbúð þurfa að fylla út þetta eyðublað hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR