Lögreglusamþykkt

  • Stjórnsýsla
  • 8. febrúar 2011

Dómsmálaráðuneytið gaf út reglugerð um lögreglusamþykktir 29. nóvember 2007 og tók hún gildi sex mánuðum síðar. Reglugerðin skal vera fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga. Í henni er að finna ýmis ákvæði er m.a. kveða á um allsherjarreglu, samskipti borgaranna og almennt öryggi þeirra á almannafæri. Í þeim sveitarfélögum þar sem lögreglusamþykkt hefur ekki verið sett kemur reglugerðin í stað lögreglu­samþykktar og á það við í tilfelli Grindavíkurbæjar. 

Reglugerð um lögreglusamþykktir


Deildu þessari frétt

AÐRAR SÍÐUR