Félagsleg ráđgjöf

  • Skóla og félagsţjónusta
  • 8. febrúar 2018

Félagsleg ráðgjöf felur í sér ýmsa ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna á öllum aldri s.s. í forsjár-, umgengnisréttar- og ættleiðingarmálum, í hjóna- og sambúðardeilum, til foreldra varðandi uppeldismál, til einstaklinga og fjölskyldna í fjárhagserfiðleikum og varðandi ýmis réttindamál. Sjá nánar lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt reglum um fjárhagsaðstoð í Grindavík. Fjárhagsaðstoð til framfærslu er veitt einstaklingum og fjölskyldum sem hafa tekjur undir viðmiðunarmörkum um lágmarksframfærslu. Einnig er félagsmálaráði heimilt að veita tekjulágum einstaklingum fjárhagsaðstoð í formi styrkja ef erindi fjárhagsaðstoðar fellur undir reglur um fjárhagsaðstoð í Grindavík.

Eyðublað vegna umsóknar um fjárhagsaðstoð er að finna hér.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR