Barnavernd

  • Grindavíkurbćr
  • 24. apríl 2018

Tilgangur barnaverndarstarfs er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Leitast skal við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Félagsmálastjóri tekur við barnaverndartilkynningum en samkvæmt barnaverndalögum nr. 80/2002 er öllum þeim er hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar.

Í barnaverndarlögum nr. 80/2002 eru að finna ákvæði um tilkynningarskyldu almennings en greinin hljóðar svo:

16. gr. Tilkynningarskylda almennings.
Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR