Fjölmenn Húshólmaganga í sól og blíđu

  • Fréttir
  • 25. júlí 2005

Laugardaginn síđast liđinn fór um 50 manna hópur í skipulaggđa ferđ í Húshólma í Ögmundarhrauni undir leiđsögn Ómars Smára Ómarssonar, eftirfarandi er frétt og fróđleikur frá ferđinniFERLIR-876: Húshólmi

Áning
Áning
Áning viđ hinn forna stíg
Í tilefni af útgáfu á Húshólmaritinu bauđ Ferđamálafélag Grindavíkur áhugasömum íbúum Grindavíkur og öđrum landsmönnum í Húshólmagöngu laugardaginn 23. júlí s.l. (2005). Áhugasamir mćttu annađhvort viđ bćjarskrifstofuna (viđ verslunarmiđstöđina) í Grindavík kl. 13:00 og ţáđu rútuferđ á stađinn í bođi Ferđamálafélags Grindavíkur eđa mćttu á Ísólfsskálavegi undir Krýsuvíkur-Mćlifelli kl 13:30.
Ekiđ var ađ og gengiđ niđur í Húshólma undir leiđsögn og hinar fornu minjar skođađar. Gangan, sem varđi í 3 klst og 33 mín (fram og til baka), var róleg og tiltölulega auđveld. Fólk var hvatt til ađ taka međ sér nesti og búa sig eftir veđri. Ţví var lofađ ađ ferđin myndi verđa eftirminnileg. Léttleikinn var í fyrirrúmi og fornmađur einn, sem lokađist inni í Húshólmanum ţegar Ögmundarhraun brann áriđ 1151, var á vappi í rústunum. Hann lýsti ađstćđum fyrrum sem og ţegar hrauniđ rann og bađ um skilabođ til fólks, sem vildi sćkja Húshólma heim.
Gengiđ var suđur gamlan stíg um Ögmundarhraun neđan viđ Krýsuvíkur-Mćlifell. Stígur ţessi hefur ekki veriđ genginn lengi, en nú ruddi hópur brautryđjenda slóđina ađ nýju svo hún var greinilegri en áđur. Nú ćtti ađ vera tiltölulega auđvelt ađ fylgja henni frá ţjóđveginum niđur í Húshólma.
Fornmađur
Fornmađur
lá í einni rústinni viđ Húshólma - og reis viđ dogg
Gatan liggur um tiltölulega slétt hraun, milli úfinna apalhrauna. Fara ţarf yfir tvö stutt úfin hraunhöft á leiđinni. Gengiđ var framhjá Mćlifellsgrenjunum (miđsvćđis á vinstri hönd), en viđ ţau eru hlađnar vörđur og byrgi refaskyttna. Efri byrgin eru sérlega falleg og heilleg. Ţau eru gegnt vörđu á hraunbrún í austri.
Skammt frá neđri grenjunum er fornt arnarhreiđur á háum hraunhól á hćgri hönd. Ţegar komiđ var neđur í hrauniđ sást vel hversu hátt hóllinn stendur og hreiđriđ blasir viđ víđast hvar úr hrauninu. Grćn gróđurtorfan er áberandi í annars gráu gamburmosahrauninu.
Ţegar komiđ var niđur fyrir neđra hraunhaftiđ tók viđ nokkuđ slétt mosahraun. Ţar ţurfti ađ venda til austurs og ganga upp á apalhraunsbrúnina, en yfir hana liggur grófur stígur tiltölulega stutta vegarlengd. Ţá er komiđ inn í efstu gróđurtorfu Húshólma. Hćgt er ađ fylgja stíg áfram til austurs og síđan suđausturs inn í hólmann, en hann er ţakin ţykkum mosa og ţví ógreiđfćr. Ótrúlega blómleg gróđurflóra hefur myndast í hólmanum á tiltölulega stuttum tíma. Hvönn er t.d. ađ festa ţar rćtur, mikiđ er um blágresi og brönugras.
Vesturbrún hólmans var fylgt til suđurs, ađ fjárborginni ofarlega í honum. Ţar var lýst nýtingu og fjölda fjárborga á Reykjanesskaganum, fjárskjóla, selja og nýtingu ţeirra fyrrum.
Fornmađur
Fornmađur
og áhorfendur í Kirkjulág viđ Húshólma
Haldiđ var áfram til suđurs, ađ fornum garđi, sem liggur til austurs undan hraunbrúninni og beygir síđan til suđurs og suđvesturs. Sunnan hans er annar garđur er liggur í svipađa stefnu, innan megingarđsins. Ţá var haldiđ inn í Ögmundarhraun eftir stíg til austurs uns komiđ var ađ nyrstu rústinni, ţeirri sem er algerlaga hraunoprin. Í henni miđri lá fornmađur.
Ţegar byrjađ var ađ velta viđ hraunhellum og sýna stođholur í rústinni reis fornmađurinn upp og rakti sögu stađarins, allt frá tímum hins heilaga Brendans og ţeirra írsku munka er ţarna reyndu ađ festa rćtur viđ fagra vík, ţeirra er fundu brunninn heilaga (Saint Kylda), og er síđar komu, en héldu saltan ţótt hann skilađi fersku vatni á fjöru (afsakiđ, en tungumáliđ hefur breyst nokkuđ frá ţví sem var). Ţá lýsti hann og ófriđi ţeirra norsku manna, er síđar komu, á hendur ţeim. Ţar hafi fremstur í flokki veriđ Ingálvur nokkur er vanfeđrađur var og bjó viđ Reykjavík í norđri. Annar norskur mađur, Molda-Gnúpur og hans hyski, hafi haft ófriđ viđ ţá í vestri, og síđan bćttist enn annar, Suđureyjamađur og enn verri, viđ í austri, Ţórir er kenndur var viđ hiđ versta, haustiđ.
Fornmađurinn lýsti stađháttum viđ hina grunnu vík, er kennd var viđ logg og nefnd var Krýsa; fiskur nćgur útifyrir og fugl í fjöru, fé á landi og friđur međ mönnum, í fyrstu. Ţegar um átta hundruđ árum og sjö tygum betur eftir fćđingu Kristus, hafi ásýnd međ mönnum breyst ţá er hinir heiđnu Norvegsmenn komu međ ófriđi. Ari, sá er kenndur var viđ fróđleik, hafi tekiđ bćkur heimamanna, ţótt norskir hafi ekki kunnađ lestur á latínu, og breytt forskrift sögunnar í sinni lýsingu ţá er gjörđ var fyrir valdiđ. Minjarnar í Húshólma og í hrauninu er brann ćtti hins vegar ađ segja hina réttu sögu ef vel vćri lesiđ.
Kirkjulág
Kirkjulág
Yfirlit rústanna
Ţá er eldar komu upp efra og himininn brann flúđi fólkiđ viđ víkina Krýsu (grunn skora) hvert sem betur gat, ýmist til austurs eđa á skip, en til vesturs, út í óvissuna ţorđi ţađ ei, ţar sem fyrir voru afkomendur Moldans-Gnúps, ţess er hamađist sem mannýgt naut.
Sjálfur hafi hann ákveđiđ ađ verđa um kyrrt og skylja hvorki viđ sig bústađ né brynju (sverđ). Ţá vörn vildi hann öngvum manni eftir gjöva. Ţess vegna vćri hann enn á vappi í rústum ţeim, er sögđu hefđu ađ segja.
Bađ fornmađurinn fólk fara međ friđi, hvatti ţađ til ađ koma aftur til ađ vita hins forna stađar og lagđist til hvílu í hinni fornu rúst.
Fornmađurinn var leikinn af Erlingi Kristjánssyni, en nćstur tók til máls bćjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, sem leikinn var af honum sjálfum.
Ólafur Örn ţakkađi ţátttakendum áhugann, benti á Húshólmarit Ferđamálafélagsins og kvađ ţađ viđleitni til ađ vekja athygli fólks á hinum merku minjum, sem umdćmi Grindavíkur hefur ađ geyma.
Fornmađurinn
Fornmađurinn
stóđ sig frábćrlega
Bćjarstjórn sagđist hafa haft áhuga á ađ láta rannsaka rústirnar viđ Húshólma, en fengiđ drćmar undirtektir Fornleifaverndar ríksins, hingađ til ađ minnsta kosti. Ţar gćti vonandi orđiđ breyting á. Hvatti hann göngufólk til ađ nýta sér hinar sögulegu minjar, sem Grindavík hefur upp á ađ bjóđa, sem sumar hverjar ţykja einstakar, jafnvel á heimsvísu.
Gengiđ var um Kirkjulág, lýst var hinum einstöku minjum, bćđi görđum og híbýlum. Kirkjurústinni var gefinn sérstakur gaumur.
Ţá var gengiđ um Kirkjustíg yfir á Kirkjuflöt og garđurinn og hinn meinti grafreitur, sporöskjulaga, skođađur.
Loks var gengiđ upp Húshólma og upp á Húshólmastíg, sem fetađur var til austurs yfir Ögmundarhraun. Ţegar gengiđ var um efri hluta hólmans kom vel í ljós árangur uppgrćđslunnar, sem FERLIRsfélagar höfđu tekiđ ţátt í međ fulltrúa Landgrćđslunnar fyrir u.ţ.b. mánuđi síđan. Grćnni slykju sló nú á möldarbörđin. Áćtluđ er önnur landgrćđsluferđ niđur í Húshólma einhverja kvöldstundina fljótlega. Áhugasamir geta skráđ sig á ferlir@ferlir.is.
Ţá geta og ţeir, sem áhuga hafa á gagnmerkri leiđsögn um Grindavíkurumdćmi, sent inn óskir ţess efnis á sama netfang; ferlir@ferlir.is.
FERLIR vill ţakka Ferđamálafélgi Grindavíkur, ţátttakendum, bćjarstóranum sem og "fornmanninum" fyrir ţeirra framlag til ađ gera ţessa ferđ eftirminnilega.
Frábćrt veđur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir