Byggingarfulltrúi

  • Grindavíkurbær
  • 13. júlí 2023

Byggingarfulltrúi Grindavíkurbæjar er Hjörtur Már Gestsson
bygg@grindavik.is
 

Embætti Byggingarfulltrúa

Yfirmaður: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fagnefndir: afgreiðslunefnd byggingarmála
Mannaforráð: Starfsmenn í áhaldahúsi og í tæknideild.
Staðgengill: Sviðsstjóri
Byggingafulltrúi þjónustar íbúa Grindavíkurbæjar á sviði mannvirkjamála.

Helstu verkefni

Byggingareftirlit
Opinbert byggingareftirlit samkvæmt, Lög um mannvirki nr. 160/2010

Áætlanagerð
Umsjón með gerð kostnaðaráætlana og greinargerða vegna árlegra fjárhagsáætlana ásamt tilheyrandi kostnaðareftirliti.

Verklegar framkvæmdir
Ábyrgð á eftirliti með verklegum framkvæmdum bæjarsjóðs.

Hönnun og eftirlit
Verkefnisstjórn og umsjón með aðkeyptri hönnun og ráðgjafaþjónustu á tækni- og umhverfissviði.

Útboð og eftirlit
Umsjón með útboðum vegna verklegra framkvæmda, mat á tilboðum og samningagerð við verktaka og/eða birgja.

Eignasjóður
Ábyrgð á að viðhaldi húseigna sjóðsins sé sinnt í samræmi við fjárveitingar á hverjum tíma og séð um að gerð sé viðhaldsáætlun fyrir eignir sjóðsins.

Fasteignamat
Annast upplýsingaöflun fyrir fasteignamat samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr.6/2001

Eignaskiptasamningar/yfirlýsingar
Yfirferð og áritun eignaskiptayfirlýsinga og eignaskiptasamninga samkvæmt lögum um fjöleignahús nr. 26/1994, 136/1995 og 127/1996.

Úttektir leiguhúsnæðis
Úttektir leiguhúsnæðis samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994.

 

Úttektir og möt
Yfirumsjón með úttektum og mati á leiguíbúðum Grindavíkurbæjar

 

Lóðarblöð og lóðarleigusamningar
Útgáfa lóðarblaða og eftirlit með að gengið sé frá lóðarblöðum í samræmi við lóðaleigusamninga.

Landupplýsingakerfi
Uppbygging, varðveisla og viðhald gagngrunns fyrir landupplýsingakerfi Grindavíkurbæjar

Skjalavarsla
Viðhald og varðveisla uppdrátta og skjala vegna opinbers byggingareftirlits og skipulagsmála og í samræmi við ákvæði laga og reglna þar um.

Veitustjóri
Fer með mál Vatnsveitu Grindavíkurbæjar

Lög á verksviði byggingarfulltrúa
- Lög um mannvirki nr. 160/2010
- Lög um uppbygginu og rekstur fráveitna nr 99/2009
- Lög um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001
- Byggingarreglugerð nr.112/2012
- Reglugerð um fráveitur og skólp nr 798/199

Einnig fellur undir verksvið byggingarfulltrúa:

• Gerir starfs- og framkvæmdaáætlanir fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra. Hann hefur umsjón með aðkeyptri vinnu skipulagsfræðinga, arkitekta, verkfræðinga og annarra sérfræðinga sem tæknideild á viðskipti við og metur þörf fyrir aðkeypta þjónustu í samráði við bæjarstjóra.
• Yfirumsjón með viðhaldi fasteigna sveitarfélagsins og annarra mannvirkja á vegum þess.
• Ábyrgur fyrir rekstri áhaldahúss og veitustofnana.
• Sinnir eftirliti með byggingarleyfisskyldum framkvæmdum og situr hönnunar- og verkfundi sem fulltrúi sveitarfélagsins í stöðu framkvæmda.
• Sinnir eftirlit með ástandi og útliti eigna í sveitarfélaginu og gerir athugasemdir þegar það á við. Hann gerir tillögu að beitingu dagsekta til bæjarráðs ef með þarf.
• Skipuleggur þátttöku vinnuskóla í verkefnum sem varða opin svæði í samráði við garðyrkjustjóra. Yfirumsjón með merkingu og kortlagningu útivistarsvæða og gönguleiða í sveitarfélaginu og vinnur að kynningu þeirra í samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
• Hefur umsjón með hreinlætismálum í sveitarfélaginu. Hann hefur samskipti við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Kölku vegna sorphirðu og - förgunar, svo og rekstri gámasvæða sveitarfélagsins og sér um samskipti við íbúa og verktaka vegna þessara verkefna. Hann hefur einnig samskipti við HES vegna meindýraeyðingu, mengunarvarna og bílhræja í sveitarfélaginu og aðgerðum til að halda vargdýrum í skefjum. Hann hefur einnig umsjón með hreinsun gatna og gangstétta.
• Undirbýr fjárhagsáætlanir í tengslum við málaflokkinn í samvinnu við sviðsstjóra.
• Staðfestir reikninga vegna aðfanga og aðkeyptrar þjónustu.
• Starfsmannastjórn og umsjón með verkefnum undirmanna og úthlutar verkefnum til þeirra eftir því sem þurfa þykir. Veitir starfsmönnum faglegan stuðning í verkefnum sínum.
• Mætir á fundi bæjarstjórnar og nefnda bæjarins skv. ósk bæjarstjóra hverju sinni.
• Skal sjá til þess að sem best tengsl verði við bæjarbúa og aðra sem þjónustu embættisins njóta og gæta trúnaðar.
• Vinna önnur þau störf sem bæjarstjóri felur honum og tengjast verksviði hans.
• Yfirferð eignaskiptasamninga

Gjöld
Við samþykkt byggingarleyfis, bæði nýbyggingar og viðbyggingar, eru lögð á ýmis gjöld samkvæmt gjaldskrá og eru þau eftir atvikum gatnagerðagjöld, byggingarleyfisgjöld, heimæðagjöld vatnsveitu, heimæðagjöld frárennslis, mælingargjöld, úttektargjöld og gjöld fyrir fokheldisvottorð og lokaúttektarvottorð.

Leiðbeiningar vegna rafrænna undirskrifta

Rafræn byggingarleyfi – byggingarstjórar

Rafrænar undirskriftir - teikninga

Rafræn bygginarleyfi - iðnmeistarar

Ferli rafrænna bygginarleyfisumsókna


Deildu þessari frétt

AÐRAR SÍÐUR