Gagnlegur og skemmtilegur íbúafundur um hjarta Grindavíkur

  • Fréttir
  • 31. október 2010

Um 55 Grindvíkingar mættu í Hópsskóla á laugardaginn á hugmyndasmiðju íbúa þar sem velt var upp þeirri spurningu hvar sé hjarta Grindavíkur og hvernig miðbæ viljum við? Óhætt er að segja að þessi hugmyndasmiðja hafi tekist vonum framar því þarna komu fram margar skemmtilegar hugmyndir sem unnið verður úr á næstunni. Góður andi var á fundinum þar sem fundargestir gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Fyrirkomulag fundarins var svokallað heimskaffi þar sem 4-5 fundargestir sátu við hvert borð. Eftir ákveðinn tíma fóru allir nema einn frá borðinu út í heim til að ræða málin þar líka og í lok fundar komu fundargestir aftur í upphaflegu hópana og tóku saman niðurstöður. Að síðustu fór hver hópur yfir sínar hugmyndir. Fundarformið bauð upp á að allir gátu á auðveldan og skemmtilegan hátt tekið þátt og komið sjónarmiðum sínum á framfæri.

Fundargestir voru á öllum aldri, frá 13 ára og upp í eldri borgara. Umsjón með fundinum var í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta sem tekur nú saman skýrslu með helstu niðurstöðum.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. janúar 2025

Vinnustofa Sóknaráćtlunar Suđurnesja

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 17. desember 2024

Ćvisaga Edda í Hópsnesi komin út

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík