Geymslusvćđi

  • Grindavíkurbćr
  • 23. ágúst 2023

Geymslusvæði Grindavíkurbæjar er ofan við iðnaðarsvæði við Eyjabakka. Uppfærðar reglur og gjaldskrá fyrir geymslusvæðið voru samþykkt í bæjarráði þann 16.febrúar 2021 og eru hér birt með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar.

Tengiliðir Grindavíkurbæjar vegna geymslusvæðisins eru 
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi: bygg@grindavik.is 
Sigurður Rúnar Karlsson, yfirmaður Þjónustumiðstöðvar: siggigh@grindavik.is 

Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum íbúagátt Grindavíkur  

Skjöl:
Skipulag svæðisins og númer geymslusvæða
Gjaldskrá á pdf formi

 

Gjaldskrá:


1. gr.
Gjaldskrá þessi og reglur eru fyrir geymslusvæði Grindavíkurbæjar ofan við iðnaðasvæðið Eyjabakka.
 

2. gr.
Leigutakar skulu eiga lögheimili í Grindavíkurbæ.
 

3. gr.
Sótt skal um leigupláss á þar til gerðum eyðublöðum. Fram komi nafn, heimilisfang og kennitala umsækjanda. Tilgreina skal áætlaðan leigutíma og tegund geymslumuna. Umsóknarblað skal undirritað af umsækjanda. Bæjarskrifstofa (byggingarfulltrúi) afgreiðir umsóknir í þeirri röð sem þær berast. Við úthlutun geymslusvæðis skal leigutaki undirrita leigusamning. Leigutaka er óheimilt að endurleigja úthlutuðu plássi til annarra.
 

4. gr.
Aðgangi að geymslusvæðinu er stýrt um hlið sem leigutakar fá aðgang að við undirritun leigusamnings. Hlið er opnað með síma.
 

5. gr.
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 2 mánuðir m.v. 1. hvers mánaðar.
 

6. gr.
Leigugjald er innheimt tvo mánuði fyrirfram. Verði áætlaður leigutími styttri en samningur hljóðar uppá skal endurgreiða leigutaka hlutfallslega m.t.t. eftirstöðva leigutíma, enda hafi leigutaki greitt leigugjaldið. Leigutaki fær ekki aðgang að svæðinu skuldi hann leigu.
Svæðið er ekki vaktað og eru hlutir á geymslusvæðinu við Eyjabakka alfarið á ábyrgð eigenda. Hafi hlutir ekki verið sóttir innan 2ja mánaða eftir að umsömdum leigutíma lýkur eða greiðslufall orðið, áskilur leigusali sér allan rétt til að selja viðkomandi hluti fyrir áföllnum kostnaði.
 

7. gr.
Leiguverð (árgjald), á geymslusvæði Grindavíkurbæjar er eftirfarandi:
Gámar 20“ kr. 20.000 kr. – stærð lóðar er 25 m2.
Gámar 40“ kr. 40.000 kr. – stærð lóðar er 50 m2.
Lóð/svæði 50 m2 – 40.000 kr.
Lóð/svæði stærri en 50 m2 - Grunngjald 40.000 kr. Fermetragjald umfram 50 m2 er 1.000 kr.
Gjaldskrá fylgir byggingavísitölu sem var 149,5 stig 1. janúar 2021

8. gr.
Hlutir sem geymdir eru á svæðinu mega ekki innihalda mengandi efni, eða efni sem hætta er á að berist um svæðið og umhverfi þess. Leigutaki skal ganga frá geymsluhlutum innan úthlutað svæðis og ganga þannig frá hlutum að ekki stafi slysa eða fokhætta af þeim. Hæð á geymsluhlutum má ekki vera meiri en 2,4 m. Hlutir á svæðinu mega ekki vera í áberandi litum og skal leitast við að hafa þá í jarðlitum. Óheimilt er að hreyfa við hlutum sem aðrir eiga á svæðinu. Brot á þessari reglu getur valdið tafarlausum brottrekstri af svæðinu. Leigutaka er skylt að ganga frá geymsluhlutum með tilliti til fokhættu og þjófnaðar. Gámar á geymslusvæði skulu vera snyrtilegir og málaðir. Óheimilt er að geyma hluti ofan á gámum sem eru í geymslu.
 

9. gr.
Ekki er aðgangur að vatni né rafmagni á geymslusvæðinu.
 

10. gr.
Leigutaki ber einn ábyrgð á þeim munum sem hann geymir á svæðinu. Leigutaki ber alla ábyrgð á þeim skemmdum sem hlutir á vegum hans valda.
 

11. gr.
Leigutaka er skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið. Leigutaki skal gæta að því að valda ekki öðrum leigutökum ónæði eða óþægindum t.d. með því að hefta aðgengi að svæðum þeirra.
 

12. gr.
Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar sér um innheimtu allra gjalda skv. gjaldskrá þessari. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
 

14. gr.
Gjaldskrá þessi og reglur eru fyrir geymslusvæði Grindavíkurbæjar og taka gildi frá afgreiðsludegi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Leigufjárhæð og reglur þessar geta breyst í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar.

 

Samþykkt í bæjarráði 16.febrúar 2021 og í bæjarstjórn þann 23.febrúar 2021.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR