Grindvíkingur vikunnar - Guđmunda Kristjánsdóttir

  • Fréttir
  • 23. september 2009

Réttardagurinn í Grindavík síðasta laugardaginn sló öll met. Hjónin Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll J. Pálsson lögðu til ,,Braggann" undir haustmarkaðinn endurgjaldslaust og Páll lagði til hest og teymdi sjálfur undir börnunum. Guðmunda svaraði nokkrum spurningum sem Grindvíkingur vikunnar.

Nafn? Guðmunda Kristjánsdóttir.
Fjölskylduhagir? Gift Páli J. Pálssyni, útgerðarmanni og hestamanni og eigum við sameiginlega fimm börn og sjö barnabörn.
Starf? Húsmóðir í Stafholti, Þórkötlustaðarhverfi í Grindavík. Útgerðar- og bústjóri hjá fyrirtæki okkar hjóna Marver ehf. og Stafholthestar. Nemi í Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.
Uppáhalds-
...maturinn?
Línufangaður þorskur, steiktur eða ofnbakaður með nýjum íslenskum kartöflum.
...drykkurinn? Íslenska fjallavatnið.
...staðurinn? Þórkötlustaðahverfið í Grindavík og hálendi Íslands.
...leikarinn? Ilmur Kristjánsdóttir.
...bókin? María Magdalena.
...íþróttamaðurinn? Ólína Viðarsdóttir fótboltamaður.
...liðið? 5.b flokkur stúlkna í Grindavík sem eru að fara í 4. flokk næst og auðvitað Kvennalandsliðið okkar ;-)
Hvað er best við Grindavík? Hve fólk stendur vel saman og hjálpar ef einhver þarf aðstoð.
Hver eru þín helstu áhugamál? Útivist, hestamennska, tónlist, prjón og svo margt, margt fleira.
Hvernig fannst þér takast til á réttardeginum? Frábærlega vel. Góðar heimtur. Margt fólk og stemming í "Bragganum". Gott veður og allir með bros á vörum.
Hversu mikinn búskap eruð þið hjónin með? Við erum eingöngu með hross og hrossarækt í okkar búskap. Höfum þó oft hugsað um að eignast íslenskar hænur en ekki orðið af því ennþá.
Þú ert jafnframt formaður sóknarnefndar og vetrarstarfið farið í gang og nýr organisti við kirkjuna. Hvernig lýst þér á starfið? Vetrarstarfið leggst vel í mig og fer vel af stað. Góð þáttaka var í fjölskyldumessunni á sunnudaginn síðasta og nýji organistinn stóð sig vel. Ég held að hann eigi eftir að efla enn frekar allt tónlistarstarf í bæjarfélaginu og hvet ég fólk sem langar til að syngja að hafa samband og skoða hvort kórsöngur sé ekki einmitt það sem hentar.
Stúlknakórinn mætti í fyrsta sinn í dag og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur. Foreldramorgnarnir eru byrjaðir á þriðjudögum með mjög góðri þáttöku. Annað starf er svo að byrja í þessari viku, súpan í hádeginu á morgun kl. 12:00 og byrjar viðveran með bænastund í kirkjunni. Unglingastarfið á fimmtudaginn.
Eitthvað að lokum? Ég þakka fyrir mig og bið þess að Grindvíkingar komi vel undan sumri og haldi góðri heilsu í vetur. Réttardagurinn verður aftur að ári í allri sinni dýrð en þangað til vona ég að sem flestir taki þátt í kirkjulegu starfi, finni sinn stað í lífinu og séu glaðir.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 1. desember 2021

Upptaka frá bćjarstjórnarfundi nr. 522

Fréttir / 30. nóvember 2021

Kaffihúsakvöld í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 26. nóvember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

Fréttir / 23. nóvember 2021

Óskađ eftir frambođum í Ungmennaráđ

Fréttir / 16. nóvember 2021

Starfsfólk í heimaţjónustu

Fréttir / 23. nóvember 2021

Brautryđjendur í heilsustefnu leikskóla

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Ţorvaldssyni GK-10.

Fréttir / 21. nóvember 2021

Lokanir á Leikskólanum Laut

Fréttir / 18. nóvember 2021

D vítamín: Sólskin í skammdeginu

Fréttir / 18. nóvember 2021

Grindavík međ liđ í Krakkakviss