Málfefnasamningur B og D lista í bæjarstjórn Grindavíkur, lagður fram á fundi bæjarstjórnar 20. júní 2018
Bæjarfulltrúar B og D lista ætla að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Áhersla verður lögð á að allir fulltrúar í bæjarstjórn séu vel upplýstir um þau mál sem koma til afgreiðslu og að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin.
Staða bæjarstjóra Grindavíkur verður auglýst.
Skipting forseta og formanns bæjarráðs verður eins og hér segir:
Forseti bæjarstjórnar verður frá B lista.
Formaður bæjarráðs verður frá D lista.
Fulltrúi D lista verði aðalmaður í stjórn S.S.S.
Fulltrúi D lista verður aðalmaður í stjórn H.E.S.
Fulltrúi B lista verður aðalmaður í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fjármál og stjórnsýsla
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• viðhafa ábyrga stjórnun fjármuna
• viðhalda jöfnuði í rekstri bæjarsjóðs
• ráða atvinnu- og ferðamálafulltrúa
• taka upp verkefni og skipulag fagnefnda ásamt endurskoðun á stjórnsýslu bæjarins
• auka gagnsæi stjórnsýslunnar svo sem opið bókhald og fylgigögn með fundargerðum bæjarstjórnar
Skipulags- og umhverfismál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• tryggja nægt framboð lóða fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnustarfssemi
• halda áfram að byggja upp göngu- og hjólreiðarstíga í og við bæinn
• halda áfram þrýstingi á stjórnvöld að fullfjármagna aðskildar aksturstefnur á Grindavíkurvegi
• Grindavíkingar eigi kost á góðum almenningssamgöngum til og frá Grindavíkurbæ
Hafnarmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• halda áfram uppbyggingu hafnarinnar með öryggi og þjónustu að leiðarljósi
• ljúka deiliskipulagi við Eyjabakka með það í huga að efla starfsemi hafnarinnar
Málefni eldri borgara
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• byggja félagsaðstöðu og tryggja þannig aðstöðu fyrir fjölbreyttar tómstundir undir einu þaki
• byggja íbúðir við Víðihlíð í samstarfi við byggingaverktaka sem seldar verða á almennum markaði
• veita áfram góða þjónustu við eldri borgara og gera þeim þannig kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði
Frístunda- og menningarmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• lokið verði við byggingu Hópsins ásamt fullnaðarfrágangi á svæðinu í kring
• Kvikan verði efld í samráði við atvinnu- og ferðamálafulltrúa ásamt því að fela honum framtíðarstefnumótun í ferðamálum
• gera langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttasvæðis, þar með talið sundlaugarsvæðis
• styðja áfram vel við menningastarfsemi í bæjarfélaginu
• unnin verði stefna um varðveislu minja í eigu Grindavíkurbæjar
Fræðslu- og skólamál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• ljúka við endurskoðun á skólastefnu Grindavíkur
• stækka Hópsskóla og móta framtíðarsýn varðandi frekari uppbyggingu
• bæta við leikskólahúsnæði þannig að unnt sé að að tryggja börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri
• finna leiðir til að fjölga fagmenntuðu starfsfólki í leik- og grunnskóla
Málefni fatlaðra
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• fara í heildarendurskoðun á málefnum fatlaðra og horfa til einstaklingsmiðaðra lausna
• styðja við NPA samninga
Félagsmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
• stofna með samstarfsaðila húsnæðisjálfseignastofnun fyrir almennar leiguíbúðir
Formennska í nefndum verður eftirfarandi:
D - listi
Skipulagsnefnd
Hafnarstjórn
Frístunda-og menningarnefnd
B- listi
Fræðslunefnd
Félagsmálanefnd
Umhverfis- og ferðamálanefnd
Grindavík 6. júní 2018
Fulltrúar D- og B-lista.