Bćjarstjórn/bćjarráđ

  • Grindavíkurbćr
  • 29. apríl 2021

Bæjarstjórn:
baejarstjorn@grindavik.is

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga.

Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 
Lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998

Á meðal verkefna er kosning í ráð og nefndir á vegum bæjarstjórnar, yfirstjórn á fjárreiðum bæjarins og gerð samþykkta og ákvörðun gjalda.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar fundar að jafnaði síðasta þriðjdag í hverjum mánuði kl. 17:00. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir i fundarsalnum á bæjarskrifstofunum, Víkurbraut 62 2. hæð og erum öllum opnir. Fundirnar eru einnig sendir beint út á netinu, í gegnum Youtube. Fundargerðir bæjarstjórnar eru  birtar á vef Grindavíkurbæjar strax eftir fund. Bæjarráð skal að jafnaði funda þá þriðjudaga er bæjarstjórn fundar ekki.

Bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar

Launakjör bæjarfulltrúa og laun fyrir nefndarsetu

Meirihlutasamstarf er með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.
Forseti bæjarstjórnar er Sigurður Óli Þorleifsson (B).
Formaður bæjarráðs er Hjálmar Hallgrímsson (D).
Bæjarstjóri er Fannar Jónasson.

Bæjarstjórn er skipuð 7 fulltrúum og eru þeir kosnir til starfa 4 ár í senn.

Bæjarfulltrúar:  
Birgitta H. Ramsey Káradóttir (D) - birgittah@grindavik.is
Guðmundur L. Pálsson (D) - gudmundurpals@grindavik.is
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M) - hallfridur@grindavik.is
Helga Dís Jakobsdóttir (U) - helgad@grindavik.is
Hjálmar Hallgrímsson (D) - hjalmar2@grindavik.is
Páll Valur Björnsson (S) - pallv@grindavik.is
Sigurður Óli Þorleifsson (B) - sigurduro@grindavik.is

Bæjarráð:
baejarrad@grindavik.is

Bæjarráð er kosið af bæjarstjórn og skipað þrem fulltrúum. Bæjarráð fer með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarfélagsins ásamt bæjarstjóra.

Samþykkt fyrir bæjarráð.

Í bæjarráði eru:

Hjálmar Hallgrímsson D-lista. Formaður.
Sigurður Óli Þorleifsson B-lista
Páll Valur Björnssonr S-lista

Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt
Helga Dís Jakobsdóttir (U)
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M)

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast.

Nefndir og ráð Grindavíkurbæjar

Bæjarstjórnarkosningar 2018:

Á kjörskrá voru 2.196 einstaklingar. Atkvæði greiddu 1577. Kjörsókn var 71,8%

Lokatölur urðu eftirfarandi:

B-Listi Framsóknar      215 atkvæði - 1 maður

D-Listi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur.   522 atkvæði - 3 menn

G-Listi Grindvíkinga   147 atkvæði -  enginn fulltrúi

M-Listi Miðflokksins    211 atkvæði - 1 maður

S-Listi Samfylkingar    163 atkvæði - 1 maður

U-Listi Rödd unga fólksins   298 atkvæði - 1 maður

Auð atkvæði 19
Ógild atkvæði 2

Bæjarstjórnarkosningar 2014:
Á kjörskrá voru 1.991 einstaklingur, atkvæði greiddu 1.465, auðir seðlar voru 39, ógildir seðlar voru 13, kjörsókn var 73,6%.
Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:

D-listi 605 atkvæði og 3 menn
B-listi 332 atkvæði og 2 menn
G-listi 246 atkvæði og 1 mann
S-listi 230 atkvæði og 1 mann

Bæjarstjórnarkosningar 2010:
B-listi Framsóknarflokks: 493 atkvæði og 3 menn
D-listi Sjálfstæðisflokks: 304 atkvæði og 1 maður
G-listi Listi Grindvíkinga: 359 atkvæði og 2 menn
S-listi Samfylkingar: 229 atkvæði og 1 maður
V-listi Vinstri grænna: 77 atkvæði og enginn
Auðir og ógildir: 45
Kjörsókn: 1507 manns eða 80,7%.

Bæjarstjórnarkosningar 2006:
Framsóknarflokkur (B) 414 atkv., 2 fulltr.
Sjálfstæðisflokkur (D) 370 atkv., 2 fulltr.
Frjálslyndir og óháðir (F) 173 atkv., 1 fulltr.
Samfylkingin (S) 500 atkv., 2 fulltr.

Á kjörskrá voru 1.543, atkvæði greiddu 1.457, kjörsókn var 94,4%.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR