Bćjarstjóri

  • Grindavíkurbćr
  • 7. júlí 2022

Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar frá janúar 2017
Netfang: fannar@grindavik.is
Sími: 420 1100.

Bakgrunnur: 
Fannar tók við sem bæjarstjóri í ársbyrjun 2017. Hann var endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018 og endurráðinn að nýju eftir kosningarnar 2022.

Fannar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands, viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði (Cand Oecon) frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá sama skóla.

Fannar bjó ásamt fjölskyldu sinni á Hellu fram til 2001 og rak þar viðskiptaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Jafnframt sinnti hann sveitarstjórnarmálum af ýmsum toga um 20 ára skeið og var m.a. oddviti sveitarstjórnar Rangárvallahrepps. Hann sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum síns sveitarfélags sem og annarra sveitarfélaga á Suðurlandi.

Árið 2001 flutti fjölskyldan á höfuðborgarsvæðið þar sem Fannar vann m.a. hjá Arion banka og forverum hans og þá lengst af sem útibússtjóri. Eiginkona hans er Hrafnhildur Kristjánsdóttir viðskiptafræðingur og eiga þau þrjú börn.
 
Hlutverk bæjarstjóra:
Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins. Hann skal sjá um að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmist lögum, samþykktum og viðeigandi fyrirmælum yfirmanna.

Bæjarstjóri skal sitja fundi bæjarstjórnar. Þar hefur hann málfrelsi, tillögurétt og rétt til bókana en ekki atkvæðisrétt nema hann sé jafnframt kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni. Hann hefur jafnframt rétt til setu á fundum nefnda og ráða sem bæjarstjórn skipar.

Bæjarstjóri skal sjá um að fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra nefnda bæjarstjórnar séu vel undirbúnir, m.a. í þeim tilgangi að mál sem þar eru afgreidd séu vel upplýst. Hann sér einnig um að ákvarðanir þær sem teknar eru af hálfu bæjarstjórnar og annarra nefnda komist til framkvæmda, hafi bæjarstjórn ekki falið það öðrum.

Bæjarstjóri er prókúruhafi sveitarfélagsins. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Prókúruhafar skulu vera fjár síns ráðandi.

Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingu eða ráðstafanir sem samþykki sveitarstjórnar þarf til.

- Hægt er að panta viðtal hjá bæjarstjóra í síma 420 1100.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR