Samverustundir í Grindavík í kringum 10. nóvember 2025

  • Fréttir
  • 4. nóvember 2025

Þann 10. nóvember verða tvö ár liðin frá því Grindavík var rýmd. Líkt og í fyrra eiga vonandi sem flestir tækifæri til að eiga dýrmætar samverustundir með fjölskyldu og vinum á næstunni. Næstu daga verður m.a. eftirfarandi á dagskránni:

5. NÓVEMBER

19:15 KR - Grindavík (mfl. kvk)
Grindavík heimsækir KR í Bónus deild kvenna. Leikurinn fer fram í KR heimilinu.

6. NÓVEMBER

20:00 Ari Eldjárn í Gjánni
Ari Eldjárn stendur nú fyrir skemmtilegri og tilraunakenndri uppistandssýningu víða um land þar sem hann prófar nýtt grín. Miðasala á tix.is.

7. NÓVEMBER

16:30 Grindavík - Keflavík (9. fl kk)
9. flokkur drengja úr Grindavík kemur aftur saman og mætir jafnöldrum sínum úr Keflavík. Öll velkomin að hvetja strákana.

19:30 Grindavík - Keflavík (mfl. kk)
Grindavík mætir Keflavík í Bónus deild karla í körfuknattleik íþróttahúsinu í Grindavík. Miðasala í stubb.

8. NÓVEMBER

20:00 Úr öskunni
Útgáfutónleikar Gísla Gunnarssonar í Grindavíkurkirkju. Lögin samdi hann eftir rýmingu Grindavíkurbæjar. Aðgangur ókeypis.

10. NÓVEMBER 

17:30 Samverustund í Grindavíkurkirkju
Grindvíkingum er boðið til samverustundar í Grindavíkurkirkju þar sem Grindvíkingar flytja ávörp og leikin verður létt tónlist.

20:00 Ég þoli ekki mánudag
Grindavíkurdætur standa fyrir tónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Sigga Beinteins og Vigdís Hafliða verða heiðursgestir. Miðasala á tix.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Fréttir / 2. október 2025

Leirstund međ Dóru Sigtryggs

Fréttir / 2. október 2025

Jákvćđ samskipti og gleđi í Kvikunni