Fundur 90

  • Afgreiđslunefnd byggingamála
  • 31. október 2025

90. fundur afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála haldinn sem fjarfundur í Teams, þriðjudaginn 28. október 2025 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu: Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi, Bjarni Rúnar Einarsson, byggingarfulltrúi, Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1.      Norðurljósavegur 7 Innanhúsbreyting Silica hótel - Umsókn um byggingaráform og -leyfi - 2508004

Fyrir hönd Eldvarpa sækir Sigríður S. Sigþórsdóttir um byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingu. Um er að ræða breytingar á núverandi búningsklefum og meðferðarrými fyrir psoriases sjúklinga. Í eldri teikningum og gögnum er þetta verkefni skráð sem húðlækningastöð en nú beinast áherslur Hótel Silica að hótelrekstri, en þar er einnig starfssemi húðlækninga. Innviðanefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu. Málinu var vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Byggingaráform samþykkt.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. reglugerðarinnar hafa verið uppfyllt.

2.      Norðurljósavegur 9 Innanhúsbreyting Bláa lónið - Umsókn um byggingaráform og -leyfi - 2509009

Fyrir hönd Eldvarpa ehf. sækir Sigríður S. Sigþórsdóttir hönnuður um byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingu í Bláa lóninu. Sótt er um að breyta hárgreiðslu- og snyrtirýmum í meðferðarherbergi. Innviðanefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu innviðanefndar með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Byggingaráform samþykkt.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. reglugerðarinnar hafa verið uppfyllt.

3.      Norðurljósavegur 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2509043

Eldvörp ehf. sækja um byggingarleyfi fyrir nýtt móttökuhús fyrir baðstað Bláa Lónsins, viðbyggingar við núverandi búningsklefa, ásamt starfsmannabúningsklefum og bættri aðstöðu gesta. Innviðanefnd staðfesti á fundi þann 8.okt. sl. að fyrirhuguð áform séu samkvæmt skipulagi og vísaði erindinu til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Byggingaráform samþykkt.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. reglugerðarinnar hafa verið uppfyllt.

4.      Umsókn um byggingarleyfi fyrir dæluhús og spennistöð í Svartsengi Orkubraut 3 - 2509027

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi þann 30.9.2025 að veita HS Orku byggingaleyfi fyrir dælustöð og spennistöð <9fm í Svartsengi, sbr. afstöðumynd dags.25.7.2025. Byggingin er partur af framkvæmdaleyfi (málsnr.2411030) fyrir lagningu affalslagnar. Málinu vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Byggingaráform samþykkt.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. reglugerðarinnar hafa verið uppfyllt.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. október 2025

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2025

Fundur 89

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 88

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. apríl 2025

Fundur 87

Bćjarstjórn / 28. október 2025

Fundur 589

Bćjarráđ / 21. október 2025

Fundur 1693

Bćjarráđ / 14. október 2025

Fundur 1692

Innviđanefnd / 8. október 2025

Fundur 11

Bćjarstjórn / 30. september 2025

Fundur 588

Bćjarráđ / 23. september 2025

Fundur 1691

Innviđanefnd / 8. september 2025

Fundur 10

Innviđanefnd / 17. september 2025

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. september 2025

Fundur 1689

Bćjarráđ / 2. september 2025

Fundur 1688

Bćjarstjórn / 26. ágúst 2025

Fundur 587

Bćjarráđ / 19. ágúst 2025

Fundur 1687

Bćjarráđ / 15. júlí 2025

Fundur 1686

Bćjarráđ / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bćjarráđ / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bćjarráđ / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bćjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bćjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviđanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviđanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bćjarráđ / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bćjarráđ / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bćjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bćjarráđ / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviđanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6