Fundur 589

  • Bćjarstjórn
  • 28. október 2025

589. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn sem fjarfundur í Teams, þriðjudaginn 28. október 2025 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, Inga Fanney Rúnarsdóttir, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar forseti eftir heimild til að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem fyrsta og þriðja mál:

2508009: Rekstur slökkviliðs í Grindavík og öryggisgæsla í bænum.

og

2508009 Niðurrif og förgun fasteigna fasteignafélagsins Þórkötlu.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Rekstur slökkviliðs í Grindavík og öryggisgæsla í bænum - 2508009

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Helgi Valberg Jensson, forsætisráðuneyti, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Grindavíkurnefnd, slökkviliðsstjóri, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar,

Til máls tóku: Ásrún, Skarphéðinn, Helgi, bæjarstjóri og Hjálmar.

Lögð fram drög að samningi vegna reksturs slökkviliðs Grindavíkur.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

2.      Slökkvistöð - breytingar innanhúss - 2510022

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar, slökkviliðsstjóri, skipulagsfulltrúi og hafnarstjóri.

Birgitta Rán vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins kl. 14:33-14:43

Til máls tóku: Ásrún, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, Hallfríður og slökkviliðsstjóri.

Lögð fram tilboð í breytingar á starfsmannaaðstöðu slökkvistöðvar að Hafnargötu 13. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði, sem er frá HE Helgason að fjárhæð 65.428.864 kr. Einnig er gert ráð fyrir að vinna verkið árin 2025 og 2026 og verður sett í fjárhagsáætlun 2026 fjármagn til að mögulegt sé að klára verkið.

3.      Niðurrif og förgun fasteigna Fasteignafélagsins Þórkötlu - 2510024

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, skipulagsfulltrúi, hafnarstjóri og slökkviliðsstjóri.

Til máls tóku: Ásrún, skipulagsfulltrúi, hafnarstjóri, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, bæjarstjóri, Hallfríður, hafnarstjóri og Hjálmar.

Lögð fram drög að yfirlýsingu Grindavíkurbæjar og Fasteignafélagsins Þórkötlu.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að í yfirlýsinguna komi fram forgangsröðun og tímarammi niðurrifs.

Forstöðumanni þjónustumiðstöðvar er falið að vinna málið áfram.

4.      Forkaupsréttur vegna sölu á skipinu Valdimar GK-195, sknr. 2354 - 2510021

Til máls tók: Ásrún.

Thorfish ehf., kt. 420369-0429, Hafnargötu 12, 240 Grindavík, á í viðræðum við aðila með heimilisfesti utan Grindavíkur um sölu á skipinu Valdimar GK-195, skipaskrárnúmer 2354. Verði af sölu skipsins er miðað við að það verði selt fyrir kr. 10.000.000 staðgreitt við afhendingu í því ástandi sem það nú er í án aflahlutdeilda, aflamarks og aflareynslu. Með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er Grindavíkurbæ boðinn forkaupsréttur að skipinu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti.

5.      Umsókn um rallýakstur á gamla Suðurstrandavegi 2026 - 2508019

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skipulagsfulltrúi, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og hafnarstjóri.

Til máls tóku: Ásrún, skipulagsfulltrúi, Hjálmar og bæjarstjóri.

Iceland Hill Rally 2026 sækir hér með um leyfi til að halda keppni á gamla veginum sem liggur milli Krýsuvíkurkirkju og vegar 428 og er í landi Grindavíkurbæjar. Ráðgert er að þetta verði síðasta leið á fyrsta keppnisdegi, sem áætlað er að verði fimmtudaginn 6. ágúst 2026 og akstur hefjist kl 19:05, en að leiðin verði lokuð frá 18:00 til 20:30. Þessi leið hefur verið ekin í rally í gegnum tíðina, nú síðast árið 2023.

Bæjarstjórn samþykkir erindið sitt leyti enda verður vegum skilað í sama ástandi og fyrir keppnina.

6.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26.09.2025 er lögð fram til kynningar.

7.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10.10.2025 er lögð fram til kynningar.

8.      Fundargerðir 2025 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2501030

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 816. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 08. október 2025 er lögð fram til kynningar.

9.      Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2025 - 2502026

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 816. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 08. október 2025 er lögð fram til kynningar.

10.      Bæjarráð Grindavíkur - 1692 - 2510004F

Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Birgitta Hrund.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.      Bæjarráð Grindavíkur - 1693 - 2510006F

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.      Innviðanefnd - 11 - 2510003F

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund og Birgitta Rán.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. október 2025

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2025

Fundur 89

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 88

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. apríl 2025

Fundur 87

Bćjarstjórn / 28. október 2025

Fundur 589

Bćjarráđ / 21. október 2025

Fundur 1693

Bćjarráđ / 14. október 2025

Fundur 1692

Innviđanefnd / 8. október 2025

Fundur 11

Bćjarstjórn / 30. september 2025

Fundur 588

Bćjarráđ / 23. september 2025

Fundur 1691

Innviđanefnd / 8. september 2025

Fundur 10

Innviđanefnd / 17. september 2025

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. september 2025

Fundur 1689

Bćjarráđ / 2. september 2025

Fundur 1688

Bćjarstjórn / 26. ágúst 2025

Fundur 587

Bćjarráđ / 19. ágúst 2025

Fundur 1687

Bćjarráđ / 15. júlí 2025

Fundur 1686

Bćjarráđ / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bćjarráđ / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bćjarráđ / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bćjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bćjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviđanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviđanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bćjarráđ / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bćjarráđ / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bćjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bćjarráđ / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviđanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6