1693. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. október 2025 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, aðalmaður, Inga Fanney Rúnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Erindi frá Grindavíkurnefnd - 2510019
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi (Teams), forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (Teams) og slökkviliðsstjóri. Frá Grindavíkurnefnd: Árni Þór Sigurðsson og Skarphéðinn B. Steinarsson.
Árni Þór og Skarphéðinn kynntu stöðu mála í verkefnum nefndarinnar og hvað er framundan.
2. Norðurljósabærinn Grindavík - 2510012
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.
Lagt fram erindi frá Dagmar Valsdóttur um að þróa Grindavík sem norðurljósabæ.
Bæjarráð þakkar fyrir þessa hugmynd og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að skoða hvort og hvernig megi útfæra hana.
3. Þrif á heimilistunnum - Kalka sorpeyðingarstöð - 2510015
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.
Lagt fram tilboð í þrif á heimilistunnum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir nánari upplýsingum um málið.
4. Snjómokstur og samningar 2025-2027 - 2510018
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar. L
agt fram minnisblað vegna snjómoksturs árin 2025-2027.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við verktakana.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:15.