Ađ tilheyra - vinnustofa fyrir foreldra frá Grindavík

  • Fréttir
  • 21. október 2025

Kæru Grindvíkingar.

Á morgun verður fróðleg og gagnleg vinnustofa fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi barna. Vanda Sigurgeirsdóttir stýrir vinnustofunni. Þátttakendur fá fræðslu og hagnýt verkfæri til að styðja börn í gegnum óvissu, styrkja seiglu þeirra og efla félagsfærni og vináttu.

Nánari lýsing👇
Að tilheyra er mikilvægt fyrir okkur öll. Hvernig getum við sem foreldrar hjálpað börnum félagslega? Með tengsl og vináttu? Aðstæður barnanna frá Grindavík geta haft í för með sér félagslega áhættu sem hægt er að vinna gegn með stuðningi foreldra, forráðafólks og annarra fullorðinna. Börn geta sýnt ótrúlega seiglu og aðlögunarhæfni, sem eykst þegar þau hafa tengsl, stuðning og rödd í nýju samhengi. 

Vinnustofan verður miðvikudaginn 22. október milli 17.00 og 19.00 í KVAN salnum Hábraut 1a Kópavogi (safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið inn fyrir neðan húsið). Vinnustofunni verður einnig streymt fyrir þá sem geta ekki gert sér ferð. Zoom hlekkur að fundinum: https://eu01web.zoom.us/j/64679617617

Vinnustofan er ætluð foreldrum, en allir áhugasamir eru velkomnir💛💙

Skráning á vinnustofuna og nánari upplýsingar um verkefnið Grindavík - Með þér

https://kvan.is/grindavik/


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Fréttir / 2. október 2025

Leirstund međ Dóru Sigtryggs

Fréttir / 2. október 2025

Jákvćđ samskipti og gleđi í Kvikunni