Í dag lýkur Viku einmanaleikans, en þörfin fyrir hlý orð og boð um samveru heldur áfram alla daga. Við hvetjum öll sem eru á leið á viðburði í Grindavík að heyra í vinum og nágrönnum og bjóða með sér.
Við minnum á að mörg vilja sækja viðburði í Grindavík en hafa af einhverjum ástæðum ekki möguleika á að koma sér þangað sjálf eða þurfa stuðning. Lítill greiði, eins og að bjóða far eða boð um göngutúr, getur skipt sköpum fyrir mörg okkar.
Einnig er gott að minna krakkana á að taka vin með sér á viðburði, til dæmis á íþróttaleiki, því samvera smitar jákvæðni út frá sér.
Á vef Viku einmanaleikans má finna frekari upplýsingar, hugmyndir og hvatningu til að rækta tengsl og auka samveru í daglegu lífi.
Við Grindvíkingar vitum að sterkasta afl okkar liggur í samheldni, samkenndinni og tengslunum sem binda okkur saman. Það er þessi kraftur sem heldur okkur uppi og gerir samfélagið okkar einstakt.
Við erum Grindavík!