Grindvíkingum gefst kostur á ađ rćđa endurreisn Grindavíkur

  • Fréttir
  • 9. október 2025

Frá 9. til 31. október 2025 fer fram opin samráðsvinna í samráðsgátt stjórnvalda þar sem Grindvíkingum og öðrum hagaðilum gefst tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um næstu skref í endurreisn Grindavíkur.

Grindavíkurnefnd hefur lagt fram sérstakt umræðuskjal sem fjallar um lykilatriði í endurreisnarferlinu, m.a. varðandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara árið 2026, skipulag og stjórnskipulag bæjarins og fyrirkomulag samráðs milli Grindvíkinga, sveitarfélagsins og ríkisvaldsins.

Markmið skjalsins er að kalla fram sjónarmið samfélagsins í Grindavík og annarra hagsmunaaðila þannig að mótuð verði sameiginleg framtíðarsýn. Í því felst að skoða hvernig lýðræðislegt umboð Grindvíkinga verði tryggt, hvernig stjórnsýsla og verkaskipting ríkis og sveitarfélags geti best stutt uppbyggingu og hvernig alþjóðleg þekking og reynsla geti nýst til að forðast mistök og styðja við farsælt ferli.

Í umræðuskjalinu eru sérstaklega lagðar fram fjórar spurningar sem kallað er eftir svörum við:

  • Hvernig tryggja megi að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi raunverulegt vægi í ákvarðanatöku um endurreisn og framtíð bæjarins.
  • Hvernig réttast sé að útfæra kosningarétt Grindvíkinga í sveitarstjórnarkosningunum 2026.
  • Með hvaða hætti mætti koma á skilvirkri samvinnu milli sveitarfélags og ríkis til að stuðla að farsælli endurreisn og trausti samfélagsins.
  • Hvert eigi að vera hlutverk alþjóðlegra aðila, svo sem Alþjóðabankans, í ráðgjöf og stuðningi við ferlið.

Endurreisn Grindavíkur er langtímaferli sem byggir á sameiginlegri ábyrgð. Grindvíkingar eru sjálfir hryggjarstykkið í þeirri vinnu, en samhliða þarf að nýta sérþekkingu sérfræðinga, ráðgjöf alþjóðlegra aðila og stuðning ríkisins. Því er brýnt að rödd íbúanna fái að njóta sín og hafi bein áhrif á mótun stefnu og ákvarðana.

Allir Grindvíkingar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér umræðuskjalið og taka þátt í samráðsferlinu með því að skila inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 9.–31. október. Sjónarmiðin sem þar koma fram munu verða nýtt til að móta forsendur næstu skrefa í endurreisn bæjarins og skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Fréttir / 2. október 2025

Leirstund međ Dóru Sigtryggs

Fréttir / 2. október 2025

Jákvćđ samskipti og gleđi í Kvikunni