Á þessu námskeiði færðu hagnýt verkfæri sem styrkja þig í daglegu lífi. Þú lærir aðferðir sem hjálpa þér að sjá lausnir, mæta áskorunum með meiri styrk og bæta líðan til framtíðar. Námskeiðið veitir þér tól sem valdefla þig, gefa þér nýja sýn og gera þig betur í stakk búinn til að takast á við hversdagslegar aðstæður á jákvæðan hátt.
Kennt er í gegnum Teams með fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Með æfingu og verkefnum á milli námskeiðsdaga festir þú aðferðirnar í sessi og lærir að nýta þær í raunverulegum aðstæðum.
Námskeiðið er kennt á íslensku og er ókeypis fyrir Grindvíkinga. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Framvegis og Rauða krossinn með stuðningi frá Rio Tinto.
Skráðu þig í dag og fáðu verkfæri fyrir betra jafnvægi og meiri líðan.
Skrá ykkur hér.