Opinn fundur međ forsćtisráđherra í Grindavík

  • Fréttir
  • 4. október 2025

Grindavíkurnefnd boðar til opins fundar með forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, í Gjánni miðvikudaginn 8. október kl. 16:00–18:00.

Forsætisráðuneytið, Grindavíkurbær og Grindavíkurnefnd hafa á liðnum mánuðum átt samráð um framtíðaruppbyggingu bæjarins og endurreisn. Í þessum samtölum hefur m.a. verið fjallað um fjárhag sveitarfélagsins, félagsleg málefni og þjónustu, innviðaframkvæmdir, sveitarstjórnarkosningarnar 2026 og áframhaldandi jarðhræringar á svæðinu.

Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er nauðsynlegt að huga að ákvörðunum er varða framtíðaruppbyggingu Grindavíkurbæjar. Til að styðja við þetta ferli hefur Grindavíkurnefnd rætt við Alþjóðabankann um að nýta reynslu og þekkingu hans. Á fundinum mun bankinn miðla af reynslu sinni af endurreisn samfélaga í kjölfar náttúruhamfara víða um heim.

Dagskrá:

  • Setning og ávarp: Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar
  • Kynning: Elif Ayhan, yfirmaður hamfarastjórnunar hjá Alþjóðabankanum mun fjalla um reynslu bankans af endurreisn samfélaga
  • Ávarp: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
  • Umræður

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Fundinum verður streymt á Facebook síðu Grindavíkurbæjar.

Allir Grindvíkingar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Fréttir / 2. október 2025

Leirstund međ Dóru Sigtryggs

Fréttir / 2. október 2025

Jákvćđ samskipti og gleđi í Kvikunni