Starf og ţjónusta ţjónustuteymis Grindvíkinga kynnt fyrir Grindvíkingum

  • Fréttir
  • 23. september 2025

Fimmtudaginn 18. september fór fram kynningarfundur um starfsemi þjónustuteymis Grindvíkinga.

Tilurð og hlutverk þjónustuteymisins

Jóhanna Lilja Birgisdóttir, forstöðumaður þjónustuteymisins, sagði frá tilurð þess og hlutverki. Þjónustuteymið var stofnað samkvæmt lögum um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Hlutverk þess er að hlúa að og samþætta þjónustu fyrir Grindvíkinga þannig að stuðningur verði heildstæðari og stuðla að samfellu í þjónustuferlinu. Þjónustuteymið aðstoðar fólk við að tengjast úrræðum og þjónustu þar sem það er nú búsett. Þannig haldast félagslegur stuðningur, húsnæðismál, skólaþjónusta, sálrænn stuðningur og önnur úrræði í hendur.

Teymið sinnir jafnframt lögbundinni þjónustu sveitarfélagsins þegar kemur að leik- og grunnskólalögum og samþættri þjónustu í þágu farsældar barna. Í fyrstu var áhersla á að mæta bráðum vanda, svo sem aðstoð við húsnæðismál, skráningu barna í skóla og sálrænan stuðning, en hlutverk teymisins hefur síðan þróast í takt við breyttar aðstæður og þarfir Grindvíkinga.

Sálfélagslegur og sálrænn stuðningur

Valgerður Ágústsdóttir, félagsráðgjafi, sagði frá sálfélagslegum stuðningi sem er eitt af stærstu verkefnum teymisins. Hann felst í að styðja fólk bæði í andlegri líðan og við þá fjölmörgu þætti daglegs lífs sem verða fyrir miklum breytingum. Hún lagði áherslu á að það væri stórt verkefni að byggja upp nýtt líf á nýjum stað – sérstaklega við þær aðstæður sem Grindvíkingar hafa búið við. Sálfélagslegur stuðningur felur m.a. í sér virka hlustun, rými til að tjá tilfinningar og ráðgjöf um úrræði og tengingar við þjónustu, svo sem sálfræðiviðtöl og félagsráðgjöf.

Þjónustuteymið starfar í nánu samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi sérfræðinga til að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og sérfræðiþjónustu, t.d. áfallameðferð, fjölskyldu- og pararáðgjöf. Í kjölfarið hefur hundruðum Grindvíkinga verið vísað í sérfræðiþjónustu, þar á meðal í sálfræðiviðtöl, áfallameðferð og fjölskyldu- eða pararáðgjöf.

Viðbótarhúsnæðisstuðningur og félagsleg ráðgjöf

Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um viðbótarhúsnæðisstuðning og félagslega ráðgjöf. Viðbótarhúsnæðisstuðningurinn styður við tekju- og eignaminni Grindvíkinga og lækkar tímabundið húsnæðiskostnað á meðan unnið er að varanlegum lausnum. Úrræðið gildir út nóvember 2025 og síðasta greiðsla fer fram í desember. Hingað til hafa um 150 Grindvíkingar fengið stuðninginn.

Félagsráðgjafar og annað starfsfólk þjónustuteymisins aðstoðar jafnframt Grindvíkinga við að tengjast úrræðum og þjónustu þar sem þeir eru nú búsettir. Hins vegar hefur teymið ekki sömu úrræði og félagsþjónusta sveitarfélaga. Það er t.d. ekki hægt að sækja þar um fjárhagslega aðstoð, nema í formi viðbótarhúsnæðisstuðnings og sálræns stuðnings. Félagsþjónusta sveitarfélaga gegnir áfram lykilhlutverki í tengingu við úrræði og þjónustu, m.a. fyrir fólk með fötlun.

Skólamál

Hafsteinn Karlsson, sérfræðingur í skólamálum, fór yfir stöðu barna frá Grindavík í leik- og grunnskólum sem og í framhaldsskólum. Hann ræddi hvernig þjónustuteymið hefur lagt sig fram við að styðja foreldra og börn og tryggja samfellu í námi. Þar kom fram að staða framhaldsskólanema úr Grindavík er góð og að brottfall er jafnvel minna en gerist að jafnaði á landsvísu.

Rýnihópaverkefni

Guðrún Pétursdóttir, verkefnastjóri, kynnti rýnihópaverkefnið sem þjónustuteymið vinnur að. Verkefnið snýst um að hlusta á raddir Grindvíkinga, bæði barna og fullorðinna, og safna þannig upplifunum, áhyggjum og vonum þeirra. Markmiðið er m.a. að öðlast dýpri skilning á líðan og væntingum Grindvíkinga.

Hvernig er hægt að sækja um þjónustu?

Þjónustuteymið er staðsett í Borgartúni 33 og opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10–15.

Sækja um þjónustu og frekari upplýsingar:  Hér er hægt að .

Fundurinn var tekinn upp og hægt er að horfa á upptökuna hér

Kynningu teymisins er að finna hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Fréttir / 2. október 2025

Leirstund međ Dóru Sigtryggs

Fréttir / 2. október 2025

Jákvćđ samskipti og gleđi í Kvikunni