Réttađ í Ţórkötlustađarétt sunnudaginn 21. september

  • Fréttir
  • 18. september 2025

Réttað verður í Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnudaginn 21. september kl. 14:00. Að vanda er búist við fjölmenni og eru allir velkomnir að koma og fylgjast með.

Að sögn Ómars Davíðs Ólafssonar, formanns fjallskilanefndar, sækja grindvískir bændur um 900 fjár af fjalli að þessu sinni, sem er heldur færra en undanfarin ár þegar um 1.100–1.200 fjár hafa verið í réttunum. „Það er alltaf gaman að sjá sem flesta, og ég hvet fólk jafnframt til að kíkja við í bakaríinu eða á veitingastöðunum í Grindavík í leiðinni,“ segir Ómar.

Veðurspáin fyrir sunnudaginn er góð og því má gera ráð fyrir skemmtilegri stemningu í réttunum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Fréttir / 2. október 2025

Leirstund međ Dóru Sigtryggs

Fréttir / 2. október 2025

Jákvćđ samskipti og gleđi í Kvikunni