Fundur 10

  • Innviđanefnd
  • 17. september 2025

10. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 8. september 2025 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður, Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri, Sigurður Rúnar Karlsson, veitustjóri, Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs, Guðjón Bragason, Lögfræðingur.

Fundargerð ritaði:  Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi. Athugasemd: Sigurður Rúnar Karlsson sat fund undir dagskrárlið 1 og 2.

Dagskrá:

1.      Sprungur og byggðarþróun í Grindavík - 2509014

Gestir undir dagskrárlið: Ögmundur Erlendndsson og Jón Haukur Steingrímsson.

Á undanförnum mánuðum hefur farið fram kortlagning á sprungukerfum í Grindavík með tilliti til byggðarþróunar bæjarins. Í þessari vinnu hafa lóðir og opin svæði verið flokkuð eftir umfangi sprungna sem liggja um svæðin. Niðurstöðurnar mynda mikilvægan grunn fyrir hættumat og áframhaldandi skipulagsvinnu. Á fundinum verða kynnt drög að þessari vinnu.

Ögmundur og Jón Haukur kynntu vinnu sérfræðingahópsins. Innviðanefnd lýsti yfir ánægju með kynninguna en er meðvituð um að verkefnið er ennþá á vinnslustigi. Nefndin lýsti vilja til þess að almenn kynning fyrir íbúa á verkefninu fari fram á næstu vikum.

2.      Niðurrif altjónseigna - 2503032

Málið tekið inn á fund Innviðanefndar til umfjöllunar.

Kynnt var vinna við undirbúning rammasamnings og örútboða fyrir niðurrif altjónshúsa. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

3.      Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Bláa lónið hreinsistöð - 2505042

Erindi varðar uppsetningu hreinsistöðvar hjá Bláa lóninu, en nefndin óskaði eftir byggingarleyfisumsókn frá umsóknaraðilum í kjölfar framkvæmdaleyfisumsóknar svo að hægt væri að samþykkja áformin.

Innviðanefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu.

Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu innviðanefndar með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. '

4.      Norðurljósavegur 7 Innanhúsbreyting Silica hótel - Umsókn um byggingaráform og -leyfi - 2508004

Fyrir hönd Eldvarpa sækir Sigríður S. Sigþórsdóttir um byggingarheimild fyrir innanhúsbreytingu. Um er að ræða breytingar á núverandi búningsklefum og meðferðarrými fyrir psoriases sjúklinga. Í eldri teikningum og gögnum er þetta verkefni skráð sem húðlækningastöð en nú beinast áherslur Hótel Silica að hótelrekstri, en þar er einnig starfssemi húðlækninga.

Innviðanefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu innviðanefndar með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.      Norðurljósavegur 9 Innanhúsbreyting Bláa lónið - Umsókn um byggingaráform og -leyfi - 2509009

Fyrir hönd Eldvarpa ehf. sækir Sigríður S. Sigþórsdóttir hönnuður um byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingu í Bláa lóninu. Sótt er um að breyta hárgreiðslu- og snyrtirýmum í meðferðarherbergi.

Innviðanefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu innviðanefndar með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

6.      Einland 129172 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2505041

Framhald máls. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja fjárhús/vélageymslu á N-V horni lóðar Einlands. Erindinu fylgja aðaluppdrættir frá Apparatinu dags. 21.5.2025. Á bæjarráðsfundi 18.júlí sl. var bókað vitlaust en þar samþykkti bæjarráð byggingaáformin og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Umsækjandi var látinn vita í tölvupósti dags. 10 ágúst sl. Rétt bókun hefði verið að skipulagsfulltrúa væri falið að auglýsa, grenndarkynna og senda umsagnarbeiðni á Minjastofnun. Fyrrnefnt var gert og er auglýsingartíma og grenndarkynningu lokið. Engar athugasemdir bárust en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

Álit Minjastofnunar er að framkvæmdin styrki ekki ásýnd svæðisins, hún taki ekki nægilega vel tillit til stærðarhlutfalla húsa sem fyrir eru á svæðinu og falli ekki vel að smágerðu byggðamynstri svæðisins. Endurskoða þurfi stærð og útlit byggingar og útfærslu með tilliti til fíngerðari byggðar. Ef fara á í framkvæmdir á þessum stað þarf að fá fornleifafræðing til að hafa framkvæmdareftirlit þegar farið er í jarðrask næst garðlögum. Skipulagsfulltrúa falið að leita eftir viðbrögðum lóðarhafa vegna fyrirliggjandi umsagnar Minjastofnunar.

7.      Beiðni um umsögn á kynningu tillögu - Borholur í Krýsuvík - 2507028

Hafnarfjarðarkaupstaður hefur óskað eftir umsögn vegna áforma um rannsóknarboranir í Krýsuvík, sjá mál nr. 869/2025 nýtt deiliskipulag og mál nr. 867/2025 breyting á aðalskipulagi í Skipulagsgátt. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 2. september sl. og var umsögn send inn fyrir hönd ráðsins þann 4. september.

Umsögn lögð fram til kynningar.

8.      Endurskoðun aðalskipulags Voga 2024-2040 Auglýsing tillögu - 2509010

Óskað er eftir umsögn vegna heildarendurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040, mál nr. 1468/2024 í Skipulagsgáttinni. Beiðnir um umsagnir á fyrri stigum máls fór framhjá sviðinu.

Í aðalskipulagi beggja sveitarfélaga hefur um árabil verið afmarkað svæði þar sem sveitarfélagamörk eru talin óljós. Alls er um að ræða um 24 km2 svæði sem sýnt er á dreifbýlisuppdrætti núv. tillögu. Í meðfylgjandi greinargerð í kafla 1.6, s.5 stendur:

„Ágreiningur er uppi um landamerki jarða og þar með sveitafélagsmörk Sveitarfélagsins Voga og Grindavíkurbæjar, en það svæði sem óvissa er um er um 24 km2. Unnið verður að samkomulagi um mörkin eða þau leyst með málaferlum og verður aðalskipulagið uppfært þegar sú niðurstaða liggur fyrir.“

Sveitarfélagið Vogar hefur ekki leitað til Grindavíkurbæjar vegna málsins en nefndin tekur undir að brýnt sé að leysa óútkljáð landamerki. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umsögn um málið og felur skipulagsfulltrúa að senda hana inn á Skipulagsgátt undir málinu.

9.      Endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2023-2040 - Vinnslutillaga - 2508005

Keflavíkurflugvöllur ohf óskar eftir umsögn um vinnslutillögu endurskoðaðs aðalskipulags flugvallarins.

Innviðanefnd Grindavíkurbæjar gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda svar inn á skipulagsgátt undir mál nr. 567/2023.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. október 2025

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2025

Fundur 89

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 88

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. apríl 2025

Fundur 87

Bćjarstjórn / 28. október 2025

Fundur 589

Bćjarráđ / 21. október 2025

Fundur 1693

Bćjarráđ / 14. október 2025

Fundur 1692

Innviđanefnd / 8. október 2025

Fundur 11

Bćjarstjórn / 30. september 2025

Fundur 588

Bćjarráđ / 23. september 2025

Fundur 1691

Innviđanefnd / 8. september 2025

Fundur 10

Innviđanefnd / 17. september 2025

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. september 2025

Fundur 1689

Bćjarráđ / 2. september 2025

Fundur 1688

Bćjarstjórn / 26. ágúst 2025

Fundur 587

Bćjarráđ / 19. ágúst 2025

Fundur 1687

Bćjarráđ / 15. júlí 2025

Fundur 1686

Bćjarráđ / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bćjarráđ / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bćjarráđ / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bćjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bćjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviđanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviđanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bćjarráđ / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bćjarráđ / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bćjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bćjarráđ / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviđanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6