Fundur 1685

  • Bćjarráđ
  • 2. júlí 2025

1685. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 1. júlí 2025 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, aðalmaður, Inga Fanney Rúnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Rekstrarkostnaður slökkviliðs Grindavíkur - 2506009

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Slökkvilisstjóri og hafnarstjóri.

Borist hefur tölvupóstur frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna rekstrarkostnaðar við slökkviliðið þar sem því er hafnað að greiða reikning fyrir apríl vegna verkefna sem slökkviliðið hefur með höndum vegna almannavarnarástands.

Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með hversu lítill fyrirvari var á því að gera breytingar á kostnaðarhlutdeild almannavarna í verkefnum slökkviliðs Grindavíkur.

2.      Fráveita Grindavíkurbæjar - aðgerðaáætlun og áfangaskipting - 2506019

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og hafnarstjóri.

Lögð fram núgildandi áfangaskipting fráveituframkvæmda.

Bæjarráð felur forstöðumanni þjónustumiðstövar að gera tillögu að nýrri áfangaskiptingu inn í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir næstu ár.

3.      Stígakerfi utan þéttbýlis - 2506024

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Lagðar fram tillögur að stígakerfi utan þéttbýlis.

Bæjarráð vísar tillögunum til innviðanefndar.

4.      Vegaframkvæmdir í landi Þórkötlustaða - 2506032

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Lagt fram erindi frá Stakkavík ehf. dags. 27. júní 2025 vegna framkvæmda við slóða í landi Þórkötlustaða.

Bæjarstjóra falið að ræða við málsaðila.

5.      Styrkir vegna íþróttaafreka - 2506030

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Ekki er gert ráð fyrir styrkjum vegna landsliðsverkefna Grindvíkinga í fjárhagsáætlun 2025 eins og fyrri ár þar sem ekki var gert ráð fyrir að að þörf væri á slíku.

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð 250.000 kr. sem fjármagnaður verður með lækkun á handbæru fé. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og samfélagsnefnd er falið að úthluta þessum styrkjum í samræmi við gildandi verklagsreglur.

6.      Víkurbraut 58 - Leyfisveitingar - 2506031

Lagt fram erindi frá sýslumannsembættinu á Suðurnesjum vegna umsagnarbeiðni um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV - A Hótel. Umsækjandi er Brimex ehf., kt. 441124-0230 vegna Geo Hótels að Víkurbraut 58 í Grindavík.

Bæjarráð Grindavíkur gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir hóteli að Víkurbraut 58, í samræmi við umsókn, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Slökkviliðsstjóra og að byggingarfulltrúi staðfesti að lokaúttekt hafi farið fram.

7.      Skattlagning orkufyrirtækja - mál S-89-2025 - 2506018

Lögð fram umsögn Grindavíkurbæjar um skattlagningu orkumannvirkja, dags. 20.06.2025.

8.      Fasteignagjöld 2026 - 2506033

Áætlun fasteignagjalda fyrir árið 2026 er lögð fram.

9.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014

Fundargerð 980. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27.05.2025 er lögð fram til kynningar.

10.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014

Fundargerð 981. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.06.2025 er lögð fram til kynningar.

11.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014

Fundargerð 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.06.2025 er lögð fram til kynningar.

12.      Fundargerðir 2025 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2501030

Fundargerð 813. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 04.06.2025 er lögð fram til kynningar.

13.      Fundargerðir 2025 - Þekkingarsetur Suðurnesja - 2502041

Fundargerð 56. fundar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 28.5.2025 er lögð fram til kynningar.

14.      Fundargerðir 2025 - Þekkingarsetur Suðurnesja - 2502041

Fundargerð 13. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 28.5.2025 er lögð fram til kynningar.

15.      Fundargerðir 2025 - Kalka sorpeyðingarstöð - 2501029

Fundargerð 569. fundar Kölku dags. 13.05.2025 er lögð fram til kynningar.

16.      Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2025 - 2502026

Fundargerð 318. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 05.06.2025 er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bćjarráđ / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bćjarráđ / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bćjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bćjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviđanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviđanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bćjarráđ / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bćjarráđ / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bćjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bćjarráđ / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviđanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bćjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bćjarráđ / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bćjarráđ / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bćjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bćjarráđ / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviđanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bćjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bćjarráđ / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiđslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiđslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73