Grindavíkurbćr auglýsir íbúđir til leigu – Opiđ fyrir umsóknir

  • Fréttir
  • 1. júlí 2025

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í eigu sveitarfélagsins til leigu. Opið er fyrir umsóknir í gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2025.

Forgangur og úthlutunarreglur

Umsækjandi sem hafði leigusamning að tiltekinni íbúð þann 10. nóvember 2023 nýtur forgangs að henni. Að því slepptu verður eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • Hvort umsækjandi hafi átt lögheimili í Grindavík 10. nóvember 2023.
  • Hvort umsækjandi falli undir tekju- og eignamörk.
  • Hvort umsækjandi hafi átt húsnæði í Grindavík sem nú er óíbúðarhæft vegna jarðhræringa.

Ef fleiri en einn uppfyllir ofangreind skilyrði fyrir sömu íbúð, sker hlutkesti úr um hver fær úthlutað íbúðinni. Umsækjendur geta sótt um fleiri en eina íbúð.

Ef enginn umsækjandi uppfyllir ofangreint verður íbúðunum úthlutað til annarra umsækjenda.

Viðmiðunarupphæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða

Frá og með 1. Janúar 2025 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk leigjenda slíkra félagslegra leiguíbúða (skv. 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál) eftirfarandi:

  • Árstekjur einstaklings: 7.485.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu: 1.872.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hjón og sambúðarfólk: 10.480.000 kr.
  • Eignamörk: 8.079.000 kr.


Deildu ţessari frétt