Miðvikudaginn 25. júní fór fram talning á starfsfólki grindvískra fyrirtækja í Grindavík. Þann dag mættu 773 til vinnu en voru 749 í mars.
Starfsfólki í ferðaþjónustu, fiskeldi, iðnaði og annarskonar þjónustu fjölgar lítillega milli talninga en fjöldi starfsfólks í sjávarútvegi stendur í stað. Opinberu starfsfólki fækkar á milli talninga.
Tekið skal fram að um er að ræða talningu á starfsfólki sem mætti til vinnu þennan dag og því er ekki talið með starfsfólk sem var fjarverandi, t.d. vegna veikinda, sumarleyfa o.s.frv.
Greinilegt er að tækifæri í ferðaþjónustu eru til staðar í Grindavík en vöxtur er í ferðaþjónustufyrirtækjum sem voru 8 í mars en eru nú 13. Vöxturinn er að mestu komin vegna einstaklinga sem ætla að láta reyna á möguleikana sem Grindavík hefur upp á að bjóða.
Fjöldi fyritækja | Fjöldi starfsmanna | ||||
mars | maí | mars | maí | Breyting % | |
Ferðaþjónusta | 8 | 13 | 334 | 348 | 4% |
Sjávarútvegur og tengd starfsemi | 13 | 12 | 235 | 235 | 0% |
Eldi á fiski o.fl. (lagareldi) | 3 | 4 | 33 | 38 | 15% |
Iðnaður og þjónusta | 14 | 16 | 123 | 131 | 7% |
Opinber starfsemi | 1 | 1 | 24 | 21 | -13% |
Alls | 62 | 66 | 749 | 773 | 3% |