Aðfaranótt miðvikudagsins 25. júní munu HS Veitur þvera Grindavíkurveg. Vinna hefst kl. 00:00 og er áætlað að verkið taki 6-8 klst.
Ekki er gert ráð fyrir að loka Grindavíkurveginum á meðan vinnu stendur heldur verður verkið unnið með þeim hætti að önnur akreinin verður þveruð í einu og því lagt upp með að hægt verði að aka framhjá framkvæmdunum á verktímanum. Settar verða upp viðeigandi merkingar vegna framkvæmdanna.
Verkið er unnið samkv. útgefnu og fyrirliggjandi lagnaleyfi Vegagerðarinnar.