Fundur 1684

  • Bæjarráð
  • 19. júní 2025

1684. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 18. júní 2025 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, aðalmaður, Inga Fanney Rúnarsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, varamaður.

Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar formaður eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum, sem 13. mál. 2506014 Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi - tímabundin ákvæði

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Nýting á Kvikunni sumarið 2025 - 2506005

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs (Teams), hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams). Kristín María Birgisdóttir og Árdís Sigmundsdóttir hafa óskað eftir því að fá Kvikuna tímabundið til afnota í sumar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.

2.      Byggðaþróun og efling samfélags í Grindavík - Styrkur til SSS - 2506013

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs (Teams), hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Samband sveitarfélga á Suðurnesjum fékk styrk til að vinna að byggðaþróun og eflingu samfélags í Grindavík.

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram.

3.      Sýning á verkum Gunnlaugs Scheving í Grindavík - 2506006

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs (Teams), hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Lagt fram minnisblað þar sem reifuð er sú hugmynd að Grindavíkurbær og Listasafn ASÍ standi fyrir sýningu á verkum Gunnlaugs Schevings í Grindavík í haust.

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram.

4.      Farsældarráð barna - 2405127

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs (Teams), hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Lögð fram samstarfsyfirlýsing um um stofnun Farsældarráðs Suðurnesja, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Bæjarráð samþykkir samstarfsyfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Grindavíkurbæjar.

5.      Útleiga á íbúðum í eigu Grindavíkurbæjar. - 2503013

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs (Teams), hafnarstjóri, skipulagsfulltrúi (Teams) og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Bæjarráð samþykkir að grunnur leigu verði meðalfermetraverð sambærilegra eigna á Reykjanesi en veittur verður mismunandi afsláttur miðað við aldur, stærð og ástand eigna.

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að auglýsa íbúðahúsnæði í eigu sveitarfélagsins til útleigu.

6.      Rekstrarkostnaður slökkviliðs Grindavíkur - 2506009

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, skipulagsfulltrúi (Teams) og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Lögð fram gögn um samskipti við Almannavarnir vegna reksturs slökkviliðs Grindavíkur.

7.      Aðgerðaáætlun 2 vegna sprunguverkefnis og afhendingaröryggis veitukerfa - 2505049

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, skipulagsfulltrúi (Teams) og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Lögð fram lokaútgáfa af aðgerðaáætlun 2 ásamt sundurliðun framkvæmda.

8.      Hleðslustöðvar samningur ON - 2506004

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, skipulagsfulltrúi (Teams) og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.

Samningur við ON lagður fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

9.      Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Bláa lónið hreinsistöð - 2505042

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Fyrir hönd Eldvarpa ehf. óskar Eva Dís Þórðardóttir eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu hreinsistöðvar hjá Bláa lóninu. Fyrir liggur afstaða byggingarfulltrúa um að framkvæmdin sé byggingarleyfisskyld en afstöðu bæjarráðs vantar um hvort framkvæmd samræmist skipulagi.

Bæjarráð heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi enda er framkvæmdin í samræmi við skipulag svæðisins.

10.      Einland 129172 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2505041

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Málinu var vísað til bæjarráðs þar sem Einland er í Þórkötlustaðarhverfi og í gildi er verndaráætlun. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja fjárhús/vélageymslu á N-V horni lóðarinnar Einland L129172. Erindinu fylgja aðaluppdrættir frá apparatinu dags. 21.5.2025.

Bæjarráð samþykkir byggingaáformin. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

11.      Fyrirspurn til skipulags- og umhverfissviðs - Víkurhóp 51-59 - 2506011

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Lögð fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar nýtingar fasteigna að Víkurhópi 51-59 til skammtímaleigu.

Bæjarráð felur lögfræðingi Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

12.      Fyrirspurn til skipulags- og umhverfissviðs - súkkulaðiverksmiðja - 2506010

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Lögð fram fyrirspurn um mögulegan rekstur súkkulaðiverksmiðju á Hafnargötu.

Bæjarráð telur að áformin séu í samræmi við skipulag svæðisins.

13.      Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi - tímabundin ákvæði - 2506014

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi (Teams).

Lögð fram tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu varðandi breytingar á lið 2.2.10 Stakar framkvæmdir og tímabundin ákvæði, að við bætist: - Tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfssemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl. - Umfangsmeiri starfsemi s.s. vinnubúðir, vinnuplön, aðstaða verktaka eða önnur sambærileg aðstaða fyrir fleiri en 20 manns og/eða umfang meira en 0,1 ha skal deiliskipulagt en krafa um deiliskipulag skal metin fyrir aðrar framkvæmdir hverju sinni. Ekki er heimilt að hafa slíka starfsemi lengur en 8 ár.

Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu til að gefa út framkvæmda- og byggingarleyfi án skipulagsbreytinga vegna náttúruhamfara: Tímabundið ákvæði vegna náttúruhamfara: Átt er við aðgerðir til að verja innviði (gang- og akbrautir, stíga, bílastæði, veitur og lagnir), og aðlaga, breyta legu eða staðsetningu innviða vegna afleiðinga náttúruhamfara og aðgerðir sem Almannavarnir og aðrir aðilar hafa gripið til, t.a.m. er Vegagerðinni heimilt að lagfæra vegi sem lagðir hafa verið í hamförum enda um almannaöryggi að ræða. Ákvæðið á einnig við um stakar framkvæmdir til að verja ofangreinda innviði og mannvirki í Grindavíkurbæ.

Bæjarráð samþykkir ofangreindar breytingar með vísan til 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga en vísar öðrum þáttum tillögunnar til innviðanefndar til frekari umfjöllunar.

14.      Endurskoðun á grunni álagningar á fasteignir - 2506003

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnurekenda þar sem lagt er til að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.

15.      Fundargerðir 2025 - Kalka sorpeyðingarstöð - 2501029

Fundargerð 47. aðalfundar Kölku dags. 10.04.2025 er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:50.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bæjarráð / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bæjarráð / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bæjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bæjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviðanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviðanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bæjarráð / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bæjarráð / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bæjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73