Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

  • Fréttir
  • 10. júní 2025

Í dag, þriðjudaginn 10. júní, hefjast framkvæmdir við að leggja bundið slitlag á malarkaflann á Grindavíkurvegi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður burðarlag lagt á veginn í dag og fyrri part morgundagsins, miðvikudagsins 11. júní. Í framhaldinu verður bundið slitlag lagt á kaflann.

Áætlað er að verkinu ljúki í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudaginn 12. júní, að því gefnu að veður og aðstæður leyfi.

Vegurinn verður ekki lokaður á meðan á framkvæmdunum stendur, en umferð verður stýrt með merkingum. Búast má við einhverjum töfum og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitssemi og aka varlega um framkvæmdasvæðið.

Veruleg umferð um Grindavíkurveg

Töluverð umferð hefur verið um Grindavíkurveg síðustu vikur og mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Samkvæmt nýjustu gögnum frá Vegagerðinni óku að meðaltali 2.178 ökutæki daglega til Grindavíkur um Grindavíkurveg dagana 3.–9. júní 2025. Til samanburðar óku 2.533 bílar að jafnaði þessa daga á árunum 2021–2024. Umferðin í ár er því um 86% af meðalumferð síðustu fjögurra ára.

Þegar heildarumferð til Grindavíkur er skoðuð, um Grindavíkurveg, Festarfjall og Nesveg, má sjá að þúsundir ökutækja fara daglega um svæðið. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að tryggja örugga og greiða samgönguleið til bæjarins Klæðning á Grindavíkurveginum eru því mikilvægt skref í átt að bættu öryggi þeirra sem um veginn fara.

Myndina með fréttinni tók Jón Steinar Sæmundsson af malarkaflanum á Grindavíkurveginum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG