1683. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 3. júní 2025 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, aðalmaður, Inga Fanney Rúnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Dagskrá:
1. Útleiga á íbúðum í eigu Grindavíkurbæjar. - 2503013
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, skipulagsfulltrúi og yfirmaður þjónustumiðstöðvar (Teams).
Lagðar fram hugmyndir um leiguverð á þeim íbúðum sem er í eigu sveitarfélagsins komi til leigu á almennum leigumarkaði. Stefnt er að því að endanleg tillaga um leiguverð verði lögð fram á næsta fundi bæjarráðs og stefnt að því að íbúðirnar verði auglýstar til leigu í júní.
2. Málefni tónlistarskólans - 2505050
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, skólastjóri tónlistarskólans (Teams), skipulagsfulltrúi og yfirmaður þjónustumiðstöðvar (Teams).
Lagður fram búnaðarlisti yfir hljóðfæri og fl. Bæjarráð felur skólastjóra tónlistarskólans og sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3. Styrkbeiðni vegna kvikmyndatöku - 2505044
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, skipulagsfulltrúi og yfirmaður þjónustumiðstöðvar (Teams).
Lögð fram styrkbeiðni frá Othar Raven pictures & TV vegna kvikmyndatöku á sjómannadeginum og gerð kvikmyndar um Grindavík. Bæjarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 500.000.
4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2505028
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skipulagsfulltrúi og yfirmaður þjónustumiðstöðvar (Teams).
Lögð fram framkvæmdalýsing frá HS Veitum vegna beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar bráðabirgðarafstrengs til Grindavíkur frá Svartsengi.
5. Fasteignamat í Grindavík 2026 - 2505048
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skipulagsfulltrúi og yfirmaður þjónustumiðstöðvar (Teams).
HMS hefur kynnt nýtt fasteignamat þar sem fram kemur að fasteignamat í Grindavík verði óbreytt árið 2026 þar sem ekki er virkur fasteignamarkaður á svæðinu.
6. Aðgerðaáætlun 2 vegna sprunguverkefnis og afhendingaröryggis veitukerfa - 2505049
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skipulagsfulltrúi og yfirmaður þjónustumiðstöðvar (Teams).
Lögð fram aðgerðaáætlun 2 og kostnaðargreining vegna sprunguverkefnis og afhendingaröryggis veitukerfa.
7. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - U.M.F.G. - 2505047
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi og yfirmaður þjónustumiðstöðvar (Teams).
Körfuknattleiksdeild U.M.F.G. sótti um tækifærisleyfi vegna lokahófs deildarinnar þann 30. maí. Erindið barst of seint frá leyfisveitanda en er lagt fyrir bæjarráð til umfjöllunar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:40.