Fariđ yfir jarđkönnunarverkefniđ og viđgerđir á innviđum á opnum fundi

  • Fréttir
  • 2. júní 2025

Annar af þremur opnum kynningarfundum á vegum Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefndar fór nýverið fram í Gjánni í Grindavík og var einnig streymt á netinu.

Á fundinum kynntu Hallgrímur Örn Arngrímsson frá Verkís, Ögmundur Erlendsson frá ÍSOR og Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu niðurstöður jarðkönnunarverkefnisins og hefur það að markmiði að meta öryggi í bænum eftir jarðhræringar. Verkefnið byggir á fjölbreyttum mælingum og kortlagningu. Niðurstöður verkefnisins má nálgast í skýrslunni sjálfri hér og á sprungusjá Eflu. Glærur þeirra má sjá hér

Á fundinum var einnig fjallað um viðgerðir á innviðum svo sem veitukerfum og götum. Þar fluttu Sigurður Rúnar Karlsson, eigna- og veitustjóri Grindavíkur og Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu framsögu. Unnið er út frá hugmyndafræði „seigra“ lausna til að lágmarka fjárhagslega áhættu meðan á óvissuástandi stendur. Glærur þeirra má sjá hér.

Upptaka frá fundinum er aðgengileg hér.

Næsti kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 4. júní 2025 kl. 16:00–18:30 og mun fjalla um stöðu jarðhræringa í og við Grindavík. Þá munu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, kynna nýjustu upplýsingar um jarðhræringarnar og áhrif þeirra á Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG