586. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. maí 2025 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, Inga Fanney Rúnarsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, varamaður.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskar forseti eftir heimild til að taka inn mál með afbrigðum. Um er að ræða mál 2505028 Umsókn um framkvæmdaleyfi sem verður 8. mál á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
Birgitta Hrund og Birgitta Rán sátu fundinn í gengum Teams.
Dagskrá:
1. Ársuppgjör 2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2505007
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Lilja Dögg Karlsdóttir og Steinunn Árnadóttir, endurskoðendur bæjarins frá KPMG, yfirmaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún og Lilja Dögg,
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2024 er lagður fram til síðari umræðu.
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir samhljóða ársuppgjör Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2024 og staðfestir hann með áritun sinni.
2. Aðgerðaáætlanir framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavík - 2505030
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Yfirmaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Guðjón, yfirmaður þjónustumiðstöðvar, bæjarstjóri, Hjálmar og Gunnar Már.
Eftirfarandi aðgerðaráætlanir Grindavíkurnefndar eru lagðar fram.
* Tímabundin aðgerðaáætlun - Sálfélagslegur stuðningur
* Aðgerðaáætlun - Rafmagn
* Aðgerðaáætlun - Innviðaframkvæmdir
* Aðgerðaáætlun - Húsnæðismál
* Aðgerðaáætlun - Fræðslumál
Jafnframt er lögð fram skýrsla framkvæmdanefndar til Alþingis og minnisblað framkvæmdanefndar til ríkisstjórnar.
3. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Kvikan - 2505032
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Yfirmaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Hjálmar.
Kokksi ehf. sækir um tímabunið áfengisleyfi vegna tónleika í Kvikunni 31. maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða veitingu leyfisins.
4. Val á verktökum - Bréf frá Jóni og Margeir ehf og GG Sigurðsson ehf - 2505034
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Yfirmaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar, yfirmaður þjónustumiðstöðvar og Guðjón.
Lagt fram bréf frá Jóni og Margeir ehf og GG Sigurðssyni ehf þar sem fram koma athugasemdir um að Grindvískir verktakar fá ekki verkefni í tengslum við enduruppbyggingu vegna náttúruvár.
Bæjarstjórn þakkar ábendingarnar en áréttar að aðgerðapakki 1 er ekki á höndum Grindavíkurbæjar heldur Grindavíkurnefndarinnar. Bæjarstjóra er falið að óska skýringa frá Grindavíkurnefndinni.
5. Hraðhleðslustöðvar í Grindavík - 2505031
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Yfirmaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún, yfirmaður þjónustumiðstöðvar, Hallfríður, Guðjón og Hjálmar.
Lagt fram minnisblað og kostnaðaráætlun, frá yfirmanni þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar, dags. 20. maí sl., vegna staðsetninga á hraðhleðslustöðvum.
Bæjarstjórn felur yfirmanni þjónustumiðstöðvar að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
6. Beiðni um viðauka - sláttuvél fyrir opin svæði - 2505037
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Yfirmaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún og yfirmaður þjónustumiðstöðvar.
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð 1.600.000 kr. til kaupa á Stiga Park 500WX sláttuvél í stað þeirrar sem eyðilagðist.
Fjármögnum viðauka er með sölu á öðrum eignum sem ekki er þörf á við núverandi aðstæður.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
7. Styrktarsjóður EBÍ - Umsókn 2025 - 2505036
Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Grindavíkurbær fékk styrk úr Styrktarsjóði EBÍ vegna hlaðvarpsþátta. Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð 1.150.000 kr. sem fjármagnaður verður með hækkun á lykli 05731-0911 um 900.000 kr. og lækkun á lykli 06021-4342 um 250.000 kr.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
8. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2505028
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Yfirmaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og skipulagsfulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, skipulagsfulltrúi,
Umsókn HS Veitna um framkvæmdaleyfi vegna ofanjarðar bráðabirgðaháspennustrenglagnar frá Selhálsi inn fyrir varnargarð L7. Málið var til umræðu á fundi innviðanefndar 16. maí, sbr. 5. lið fundargerðar. Borist hafa viðbótargögn frá HS Veitum sem lögð eru fram ásamt framkvæmdaleyfisumsókn.
Einnig er tillaga Grindavíkurbæjar um lagnaleið í hlíðum Þorbjarnar lögð fram. Bæjarstjórn lýsir vilja til að Grindavíkurbær kosti þessa lagnaleið ef hún verður fyrir valinu.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við HS veitur.
9. Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar - 2505039
Til máls tók: Ásrún.
Með vísan til 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar. Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála, í samræmi við 33. gr. sömu samþykkta, nema þar sem lög kveða á um annað.
Samþykkt samhljóða.
10. Fundargerðir 2025 - Kalka sorpeyðingarstöð - 2501029
Til máls tóku: Ásrún, Ragnheiður, Hallfríður og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð 568. fundar Kölku dags. 8.04.2025 er lögð fram til kynningar.
11. Fundargerðir 2025 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2501030
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 812. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.14.05.2025 er lögð fram til kynningar.
12. Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 979. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.05.2025 er lögð fram til kynningar.
13. Innviðanefnd - 8 - 2505006F
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Guðjón og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
14. Fundargerðir - Almannavarnanefnd Grindavíkur 2025 - 2503015
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hallfríður, sviðsstsjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:00.