Fundur 585

  • Bæjarstjórn
  • 20. maí 2025

585. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 20. maí 2025 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, Sævar Þór Birgisson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, varamaður.

Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Ársuppgjör 2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2505007

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, bæjarstjóri, Hallfríður og Gunnar Már.

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2024 er lagður fram til fyrri umræðu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.      Skólastarf í Grindavík skólaárið 2025-2026 - 2505020

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið, Hjálmar, Gunnar Már og Birgitta Hrund.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, dags. 13. maí 2025 um ákvörðun nefndarinnar um að ekki verði skólastarf í Grindavík skólaárið 2025-2026.

Bæjarstjórn vekur athygli á að viðgerðir skólamannvirkja eru í fullum gangi og bindur vonir við að hægt verði að hefja skólastarf í Grindavík þegar aðstæður leyfa.

3.      Endurnýjun á ærslabelg - 2504021

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund og Hjálmar.

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð 5.000.000 kr. vegna kostnaðar við nýjan ærslabelg. Lagt er til að fjármögnun verði með lækkun á verkefninu Þakdúkur tónlistarskóla og bókasafn.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

4.      Sævar Þór Birgisson - Beiðni um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi - 2505026

Til máls tók: Ásrún.

Sævar Þór Birgisson, fulltrúi Raddar unga fólksins, óskar eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi. Inga Fanney Rúnarsdóttir mun taka sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn og Ragnheiður Eiríksdóttir verður varamaður.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5.      Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta - 2205257

Til máls tók: Ásrún.

Forseti leggur til að eftirtalin verði kjörin út kjörtímabilið Forseti bæjarstjórnar: Ásrún Helga Kristinsdóttir 1. varaforseti: Inga Fanney Rúnarsdóttir og 2. varaforseti: Hallfríður Hólmgrímsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

6.      Kosning í bæjarráð, sbr. 28. gr. og A lið 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 2205250

Til máls tók: Ásrún.

Forseti leggur til að eftirtalin verði kjörin í bæjarráð út kjörtímabilið Aðalmenn: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, og Hallfríður Hólmgrímsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt: Inga Fanney Rúnarsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

7.      Fundargerðir 2025 - Þekkingarsetur Suðurnesja - 2502041

Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.

Fundargerð 55. fundar Þekkingarseturs Suðurnesja, dags. 20. febrúar 2025, er lögð fram til kynningar.

8.      Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2025 - 2502026

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Gunnar Már.

Fundargerð 317. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 8. apríl 2025, er lögð fram til kynningar.

9.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 977. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. apríl 2025, er lögð fram til kynningar.

10.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 978. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2025, er lögð fram til kynningar.

11.      Bæjarráð Grindavíkur - 1681 - 2505001F

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.      Bæjarráð Grindavíkur - 1682 - 2505003F

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.      Samfélagsnefnd - 7 - 2505004F

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, Gunnar Már og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bæjarráð / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bæjarráð / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bæjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bæjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviðanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviðanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bæjarráð / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bæjarráð / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bæjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73