Fyrsti fundurinn í fundarröð Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar fer fram miðvikudaginn 21. maí kl. 16:00-18:30.
Á fundinum mun Björgvin Ingi Ólafsson frá Deloitte kynna skýrslu Deloitte um stöðu Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig Grindavík og samfélag Grindvíkinga verður árið 2035.
Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Hér má kynna sér skýrslu Deloitte og hér má kynna sér íbúakönnun meðal Grindvíkinga.
Fundinum verður einnig streymt hér. Nánari upplýsingar um streymi þegar nær dregur fundinum.