Fundur 8

  • Innviđanefnd
  • 20. maí 2025

8. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, föstudaginn 16. maí 2025 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi, Ómar Davíð Ólafsson, varamaður.

Einnig sátu fundinn: Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri, Sigurður Rúnar Karlsson, veitustjóri, Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs, Guðjón Bragason, Lögfræðingur.

Fundargerð ritaði: Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi.

Sigurður Rúnar Karlsson yfirgaf fundinn eftir 5. dagskrárlið.

Dagskrá:

1.      Endurskoðun svæðisskipulags Suðurnesja - 2303004

Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi frá VSÓ ráðgjöf kemur á fundinn til að ræða vinnslutillögu svæðisskipulagsins, sem nú er verið að leggja lokahönd á.

Lögð verður áhersla á að ræða við ráðgjafa um ábendingar sem fulltrúar Grindavíkurbæjar í svæðisskipulagsnefnd hafa komið á framfæri á fundum nefndarinnar. Þar undir fellur m.a. raforkuöryggi og viðbrögð við náttúruhamförum, þörf fyrir varavatnsból og fleiri atriði sem varða málefni Grindavíkur.

Skipulagsráðgjafi fór yfir tillögur og ábendingar sveitarfélagsins með nefndinni, gerðar voru lítilsháttar breytingar á vinnslutillögu svæðisskipulagsins.

3.      Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2412019

Farið var yfir vinnu hættukorts fyrir bæinn og nánasta umhverfi. Vinna við kortið stendur enn yfir og gegnur vel.

4.      Tillaga að breytingu á aðalskipulagi varðandi tilraunaborholur - 2505025

Eftir margar fyrirspurnir og beiðnir um tilraunaborholur leggur Skipulags- og umhverfissvið til að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi til að stytta og einfalda afgreiðslu þessa mála.

Nefndin lýsir jákvæðri afstöðu til tillögu og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

5.      Lagning raforkustrengs hjá þorbirni - HS Veitur - 2505023

Lögð til kynningar drög að bráðabirgðalagnaleið fyrir rafstreng sem HS Veitur áforma að leggja. Rafstrengurinn er ofanjarðar. HS Veitur hafa núþegar hafið undirbúning fyrir lagninguna. Framkvæmdin er í takt við óskir bæjarins um aukið raforkuöryggi, sóttst er eftir afstöðu nefndar.

Í gildandi aðalskipulagi Grindavíkur er gert ráð fyrir háspennulögn í jörðu. Áform eru um að gera lagnaleið í austurhlíð Þorbjarnar, annars vegar með skurði fyrir raf- og fjarskiptalagnir og hins vegar fyrir heitt og kalt vatn. Innviðanefnd gengur út frá því að áframhaldandi vinna að varanlegum streng haldi áfram og klárist fljótt. Innviðanefnd bendir á að lagning strengsins megi ekki verða til þess að tafir verði á öðrum nauðsynlegum innviðaframkvæmdum og þá skiptir máli að Arfadalsstrengurinn verði nýttur sem varastrengur og að hann verði yfirfarinn og öruggur.

Vinna við lagningu bráðabirgðastrengs er þegar hafin án tilskilinna leyfa, landeigenda, Vegagerðarinnar, Varnagarðateymis og umsögn náttúruverndarstofnunar. Einnig hefur framkvæmdaleyfisumsókn ekki enn borist. Framkvæmdaleyfið verður samþykkt þegar öll tilskilin gögn og leyfi hafa borist.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

6.      Fyrirspurn um skipulagsmál - Vegur innan varnargarða - 2505024

Fyrirspurn barst frá Vegagerðinnni um málsmeðferð fyrir lagfæringu á Bláalónsvegi og vegbút frá honum sem búinn var til vegna varnargarðavinnunannar og nær að Grindavíkurvegi.

Gera þarf óverulega aðalskipulagsbreytingu sem leyfir tengingu núverandi Norðurljósaveg við Grindavíkurveg, ásamt því að leyfa lagfæringar á vegum innan varnargarða. Nefndin samþykkir óverulega aðalskipulagsbreyting.

7.      Umsókn um framkvæmdaleyfi - Bláa lónið - 2504008

Mál tekið upp aftur er varðar uppsetningu hreinsistöðvar hjá Bláa lóninu, en frestað var að taka afstöðu þangað til nákvæmari gögn bærust nefndinni.

Fyrir liggur afstaða byggingarfulltrúa um að framkvæmdin sé byggingarleyfisskyld. Nefndin óskar eftir byggingarleyfisumsókn frá umsóknaraðilum til að hægt sé að samþykkja áformin.

8.      Fyrirspurn um skipulagsmál - Borgarhraun 2 - 2505022

Borist hefur fyrirspurn frá eigendum Gistiheimilis Grindavíkur, sbr. meðfylgjandi minnisblað frá Guðjóni Bragasyni lögfræðingi. Eigendur horfa til þess að stækka núv. starfssemi með því að bjóða upp á gistingu í 16 herbergjum í stað 10. Aukaherbergin eru til staðar en íbúð í kjallara yrði breytt í gistirými, þannig að hægt verði að taka við fleiri gestum.

Lagt er til að nefndin ræði hvernig mögulegt væri að bregðast við þeim sjónarmiðum sem rakin eru í þessu minnisblaði.

Lagt fram. Sviðsstjóri boðar til fundar með eigendum.

9.      Samgönguáætlun fyrir árin 2029-2030 fyrir hafnaframkvæmdir og sjóvarnarframkvæmdir - 2505003

Bréf frá Vegagerðinni um umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2026 - 2030 lagt fram.

Grindavíkurbær óskar eftir því að endurbygging Kvíabryggju fari inn á samgönguáætlun 2026 - 2030. Sviðssjóra (Hafnarstjóra) falið að kanna þörf á sjóvörnum í landi Grindavíkur og koma með tillögur.

2.      Umsögn - Breyting á aðalskipulagi Vogar - 2505016

Sveitarfélagið Vogar óska eftir umsögn vegna lýsingar fyrir breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna íbúðarsvæðis og verslunar- og þjónustusvæðis á Hafnargötu og við Jónsvör. Málið er nr. 617/2025 á skipulagsgátt.

Nefndin hefur engar athugasemdir við áformin.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 11. nóvember 2025

Fundur 1694

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. október 2025

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2025

Fundur 89

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 88

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. apríl 2025

Fundur 87

Bćjarstjórn / 28. október 2025

Fundur 589

Bćjarráđ / 21. október 2025

Fundur 1693

Bćjarráđ / 14. október 2025

Fundur 1692

Innviđanefnd / 8. október 2025

Fundur 11

Bćjarstjórn / 30. september 2025

Fundur 588

Bćjarráđ / 23. september 2025

Fundur 1691

Innviđanefnd / 8. september 2025

Fundur 10

Innviđanefnd / 17. september 2025

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. september 2025

Fundur 1689

Bćjarráđ / 2. september 2025

Fundur 1688

Bćjarstjórn / 26. ágúst 2025

Fundur 587

Bćjarráđ / 19. ágúst 2025

Fundur 1687

Bćjarráđ / 15. júlí 2025

Fundur 1686

Bćjarráđ / 2. júlí 2025

Fundur 1685

Bćjarráđ / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiđslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bćjarráđ / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bćjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bćjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviđanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviđanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bćjarráđ / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bćjarráđ / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bćjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bćjarráđ / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Nýjustu fréttir

Ari Trausti og Pétur í Kvikunni

  • Fréttir
  • 16. nóvember 2025

Konukvöld KVAN fyrir konur úr Grindavík

  • Fréttir
  • 16. nóvember 2025

Hjólaskautaat í Grindavík á laugardaginn

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Niđurrif altjónshúsa í Grindavík

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Grindavík Committee Announcement

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Komitet Grindavíku informuje

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Jólasamverustund í Grindavíkurkirkju

  • Fréttir
  • 11. nóvember 2025