7. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 23. apríl 2025 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður, Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ómar Davíð Ólafsson, varamaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri, Guðjón Bragason, Lögfræðingur. Fundargerð ritaði: Sigurður A. Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2025 - 2502013
Fundargerðir Hafnasambandsins nr. 470 og 471 lagðar fram til kynningar
2. Endurskoðun svæðisskipulags Suðurnesja - 2303004
Kynning á sviðsmyndum raforkulína Landsnets. Lögð fram til kynningar og umræðu sviðsmyndagreining Landsnets um aukið raforkuöryggi á Suðurnesjum. Innviðanefnd leggur til að Grindavíkurbær skili inn umsögn um kerfisáætlun Landsnets þar sem lögð verður áhersla á að auka raforkuöryggi Grindavíkur með hringtengingu (Valkostur 2).
Sviðstjóra falið að vinna málið áfram.
3. Umsókn um skipulagsbreytingu - Bláa lónið - 2504010
Fyrir hönd Eldvarpa ehf. sækir Eva Dís Þórðardóttir um skipulagsbreytingu fyrir Bláa lónið. Breytingin felur í sér tilfærslu byggingarheimilda af lóðum Norðurljósavegs 9a og 11 yfir á lóð 9. Þá stækkar núv. byggingarreitur til norðurs (A með hámarks byggingarmagn 15.400 m2) og nýr byggingareitur verður útbúinn (B með hámarks byggingarmagn 500 m2). Auk þessa er óskað eftir því að útvíkka skipulagsmörkin eilítið til norðurs fyrir aðkomu að bílastæði.
Innviðanefnd fellst á að um óverulega skipulagsbreytingu er að ræða og er breyting samþykkt án þess að grenndarkynning þurfi að fara fram samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - Bláa lónið - 2504008
Fyrir hönd Eldvarpa ehf. sækir Eva Dís Þórðardóttir um framkvæmdaleyfi fyrir hreinsistöð fyrir núv. starfssemi Bláa lónsins en einnig er tekið tillit til fyrirhugaðra stækkana á Silica hóteli og baðstaðnum. Hreinsistöðin kemur í stað núv. rotþróa.
Málinu er frestað þar til frekari gögn berast frá framkvæmdaraðila og Skipulagsstofnun.
5. Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2412019
Lögð er fram kynning frá sænska arkitektafyrirtækinu ''White Arkitekter'' en þau hafa áhuga á því að taka þátt í enduruppbyggingu bæjarins með því sem þau kalla Vision Workshop. Óskað er eftir viðbrögðum nefndar á tilboðinu. Innviðanefnd bendir á að framundan er fyrirhuguð vinnustofa á vegum Járngerðar og einnig er í undirbúningi íbúaþing í haust á vegum Forsætisráðuneytisins.
Innviðanefnd telur þessa vinnu ekki tímabæra að svo stöddu og leggur til við bæjarstjórn að taka afstöðu til erindisins í tengslum við þessa fundi.
6. Aðgerðalisti forgangsröðun verkefna 2025 og næstu ára - 2504014
Aðgerðalistinn lagður fyrir nefndina til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:30.