1682. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 13. maí 2025 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Sævar Þór Birgisson, varaformaður.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskar formaður eftir heimild til að taka umsögn um frumvarp um jöfnunarsjóð inn á dagskrá með afbrigðum og það verði síðasta mál á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Áform Þórkötlu um að heimila gistingu í Grindavík - 2505008
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi og hafnarstjóri.
Lagt fram bréf frá Fasteignafélaginu Þórkötlu, dags. 5. maí 2025, vegna áforma um að heimila gistingu í eignum félagsins í Grindavík með gerð viðauka við hollvinasamning.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að málið skuli vera komið í þennan farveg og styður heilshugar við áformin.
2. Opnir kynningarfundir á vegum Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar - 2505010
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi og hafnarstjóri.
Áform hafa verið uppi um að halda íbúaþing Grindvíkinga fyrir sumarleyfi. Því verkefni verður frestað til næsta hausts en hins vegar verður boðað til þriggja opinna kynningarfunda á næstu vikum.
3. Barnaverndarþjónusta Samvinna - 2501007
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi og hafnarstjóri.
Samningur (drög) um samvinnu um barnaverndarþjónustu lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir forsendur samningsins og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
4. Ársuppgjör 2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2505007
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi og hafnarstjóri.
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2024 er lagður fram.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi 18. gr. og 61. gr. laga nr. 138/2011.
5. Forkaupsréttur vegna sölu á fiskiskipinu Hraunsvík GK-75, sknr. 1907 - 2505009
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi og hafnarstjóri.
Víkurhraun ehf., kt. 660176-0129 hefur fengið kauptilboð í skipið ásamt veiðarfærum sem eru um borð í því en án aflahlutdeilda, aflamarks og aflareynslu. Grindavíkurbæ er boðinn forkaupsréttur, sbr, 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.
6. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 270. mál á 156. löggjafarþingi - Umsögn Grindavíkurbæjar - 2505011
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi og hafnarstjóri.
Lögð fram umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögninni.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:15.