Opnir kynningarfundir í Grindavík

  • Fréttir
  • 14. maí 2025

Grindavíkurnefnd og Grindavíkurbær boða til þriggja opinna kynningarfunda í Gjánni í Grindavík. Fyrsti fundurinn fer fram miðvikudaginn 21. maí kl. 16:00-18:30. 

Á fundinum mun Björgvin Ingi Ólafsson frá Deloitte kynna skýrslu Deloitte um stöðu Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig Grindavík og samfélag Grindvíkinga verður árið 2035. 

Boðið verður upp á kaffiveitingar. 

Hér má kynna sér skýrslu Deloitte og hér má kynna sér íbúakönnun meðal Grindvíkinga. 

Fundinum verður einnig streymt. Nánari upplýsingar um streymi þegar nær dregur fundinum. 

Næstu kynningarfundir

Næstu kynningarfundir verða þriðjudaginn 27. maí og miðvikudaginn 4. júní. 

Þriðjudaginn 27. maí 2025 kl. 16:00-18:30 munu Verkís og ÍSOR kynna jarðkönnun í Grindavík. 

Miðvikudaginn 4. júní 2025 kl. 16:00-18:30 segja Veðurstofa Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson prófessor við HÍ frá stöðu jarðhræringa í og við Grindavík. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG