Eins og venja er verður Kvikan opin á miðvikudaginn kl. 9 til 12. Að þessu sinni verður þó smá páskalegt uppbrot í dagskránni. Alli á Eyri mun lesa upp úr gömlum greinum um lífið í Grindavík og boðið verður upp á páskaegg með kaffinu.
Kjörið tækifæri til að koma saman, hlæja, rifja upp minningar og njóta notalegrar samveru í páskaskapi.
Verið hjartanlega velkomin!