Hérastubbur bakarí verður með opið á laugardaginn kemur frá kl. 8:00-15:00. Undanfarið hefur verið opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga en síðan hefur verið bætt við opnun á laugardögum við og við.
Það þarf ekki að taka það fram að Hérastubbur bakarí er eitt vinsælasta bakaríið á landinu en Sigurður Enoksson eða Siggi bakari eins og við þekkjum hann segir fastagesti bakarísins vera hvaðanæfa að.
Mjög vinsælt hefur verið að panta bakkelsi í gegnum síma 895 8211, tölvupóst herastubbur@simnet.is eða Instagram og hafa þau bakraríshjón, Siggi og Ásgerður ásamt syni þeirra, Steinþóri, keyrt með það á höfuðborgarsvæðið þar sem hægt er að nálgast það.
Það hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvægt að versla í heimabyggð og nú. Hér fyrir neðan má nálgast frekari upplýsingar um opnunartíma og pantanir hjá Hérastubb.